Merkisatburðir

Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð

Fréttablaðið/Vilhelm

Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð þennan mánaðardag árið 1986, eftir 41 árs byggingarsögu því smíði hennar hófst árið 1945. Arkitekt að henni var Guðjón Samúelsson.

Við vígsluna gengu 2.000 kirkjugestir til altaris og var það meiri fjöldi en áður hafði sést í kirkjusögu Íslands.

Hallgrímskirkja er 74,5 metra há og stendur á Skólavörðuholti, eins og margir vita. Hún sést því víða að og er afar þekkt kennileiti í Reykjavík. Hún er minningarkirkja um Hallgrím Pétursson og pílagrímsstaður ferðafólks. Flesta daga ársins koma þúsundir í kirkjuna, heimafólk og erlendir gestir.

Í kirkjunni er 5.275 pípna orgel sem byggt var árið 1992. Það er 15 metrar á hæð og vegur um 25 tonn.

Hallgrímskirkja þjónar nærumhverfi sínu sem sóknarkirkja og er einnig þjóðarhelgidómur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Tímamót

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Auglýsing

Nýjast

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Starfsaldurinn hærri en aldur kollega

Viljum lifandi umræður

Auglýsing