Guð­rún Ögmunds­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi og al­þingis­maður, hefði orðið sjö­tíu ára í dag. Í til­efni af fæðingar­degi hennar hafa vinir og vanda­menn Gunnu, eins og hún var jafnan kölluð, á­kveðið að nota daginn í dag til að halda minningu hennar á lofti.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir, fyrr­verandi borgar­stjóri, er í þeim hópi en í grein sem birtist á vef Vísis í morgun segir hún að Guð­rún hafi hugsað með hjartanu.

„Þegar henni fannst vits­munirnir vera um of ráðandi í um­ræðunni á kostnað til­finninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjarta­stað og biðja fólk að hlusta á þau skila­boð sem þaðan kæmu,“ segir Ingi­björg meðal annars.

Ætla vinir hennar og vanda­menn að nota af­mælis­dag hennar til að halda minningu hennar á lofti á Face­book „með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar for­dæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í um­bóta­starfi sem alltaf er nauð­syn­legt,“ eins og Ingi­björg segir.

Guð­rún Ögmunds­dóttir lést þann 31. desember síðast­liðinn eftir bar­áttu við krabba­mein. Hún var borgar­full­trúi í Reykja­vík fyrir Kvenna­listann á árunum 1992 til 1994 og var kjörinn borgar­full­trúi fyrir Reykja­víkur­listann árið 1994 og sat heilt kjör­tíma­bil. Hún settist svo á þing fyrir Sam­fylkinguna og sat þar allt til ársins 2007. Guð­rún var sæmd riddara­krossi hinnar ís­lensku fálka­orðu á síðasta ári fyrir fram­lag sitt í þágu mann­úðar og jafn­réttis­bar­áttu hin­segin fólks.

Meðal annarra sem halda minningu Guð­rúnar á lofti má nefna Heiðu Björgu Hilmis­dóttur og Ragn­hildi Vig­fús­dóttur. Hægt er að sjá mynd­bönd frá Ingi­björgu, Heiðu og Ragn­hildi á Face­book undir myllu­merkinu gunnu­sogur.