Tímamót

Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings

Þennan dag árið 2011 ógilti Hæstiréttur Íslands kosningar til stjórnlagaþings vegna fimm annmarka sem Hæstiréttur fann á framkvæmd kosninganna. Þrátt fyrir að það fékk fólkið sem hlaut kjör sæti í stjórnlagaráði sem skilaði uppkasti að stjórnarskrá.

Það fóru ótrúlega margir í framboð til Stjórnlagaþings. Anton Brink

Þennan dag árið 2011 ógilti Hæstiréttur Íslands kosningar til stjórnlagaþings sem fram fóru þann 27. nóvember 2010. Að baki úrskurðinum lágu fimm annmarkar sem Hæstiréttur fann á framkvæmd kosninganna. 

Í fyrsta lagi var strikamerking kjörseðla með númeri í samfelldri hlaupandi töluröð sem dómarar töldu brjóta í bága við ákvæði laga um leynilegar kosningar. 

Í öðru lagi þóttu pappaskilrúm sem notuð voru til að aðskilja kjósendur ekki fullnægjandi. 

Í þriðja lagi voru kjósendur ekki látnir brjóta kjörseðla sína saman. 

Í fjórða lagi uppfylltu kjörkassar ekki skilyrði laga um að hægt væri að læsa þeim og í fimmta lagi skorti nærveru skipaðra fulltrúa til að fylgjast með framkvæmd kosninga. 

Þrátt fyrir að kosningarnar væru ógiltar var sama fólki og hlaut kjör í hinum ólöglegu kosningum boðið sæti í stjórnlagaráði sem skilaði uppkasti að stjórnarskrá seinna sama ár. Á meðal fulltrúa voru Illugi Jökulsson blaðamaður, Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, og Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing

Nýjast

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Auglýsing