Til­nefningar standa nú yfir fyrir Grænu skófluna sem eru ný­til­komin verð­laun á vegum Grænni byggðar. Henni verður í fyrsta skipti út­hlutað í haust sem viður­kenningu fyrir mann­virki sem byggt hefur verið með fram­úr­skarandi vist­vænum og sjálf­bærum á­herslum.

„Þetta kom til í Veg­vísi að vist­vænni mann­virkja­gerð 2030 sem gefinn var út af sam­starfs­vett­vanginum Byggjum grænni fram­tíð,“ segir Á­róra Árna­dóttir fram­kvæmda­stjóri Grænni byggðar. „Þar koma stjórn­völd og at­vinnu­lífið sér saman að því hvernig megi haga vist­vænni mann­virkja­gerð á Ís­landi.“

Ein af að­gerðunum sem fram komu í veg­vísinum var út­hlutun hvatningar­verð­launa sem nú hefur fengið heitið Græna skóflan.

„Grænni byggð tók að sér að fram­fylgja þessu og við tökum við til­nefningum til verð­launanna til 15. ágúst og þeim verður út­hlutað 30. septem­ber, á degi Grænni byggðar,“ út­skýrir Á­róra.

Fjöl­þætt mat

Meðal þeirra þátta sem horft verður til við mat á til­nefningum eru byggingar­efni, orka, úr­gangur, land­notkun og hring­rásar­hag­kerfi.

„Það er þó ekkert fast í steini heldur metum við hvert mann­virki fyrir sig,“ segir Á­róra. „Það er svo mis­jafnt hvað telst sem vist­vænt mann­virki. Það getur bæði tengst þáttum eins og lágu kol­efnis­spori eða vist­vænum byggingar­efnum, en það getur líka tengst því hvort fólki líði vel í mann­virkinu eða að að­gengi að því sé gott.“

Hug­myndin um hvað teljist vist­vænt er þar af leiðandi ekki einungis um­hverfis­leg heldur einnig fé­lags­leg, þótt meiri á­hersla sé lögð á um­hverfis­þáttinn við mat verð­launanna.

Torf­bærinn til fyrir­myndar

Knúin um dæmi um vist­vænt mann­virki vísar Á­róra í sér­ís­lenskan þjóðar­arf: torf­bæinn.

„Byggingar­efni torf­bæjarins voru stað­bundin og því ekki þörf á að flytja þau inn með til­heyrandi losun. Þau voru frekar lítið unnin, og því lítil eða engin losun frá fram­leiðslu­ferlinu,“ segir hún. „Torf­bærinn þróaðist líka með í­búunum. Ef fjöl­skyldan stækkaði þá var bærinn stækkaður, og því er hægt að segja að hann hafi verið með mjög sveigjan­lega hönnun. Í dag rífum við gjarnan hús sem ekki lengur henta undir á­kveðna starf­semi, því erfitt getur reynst að breyta þeim.“

Á­róra segir veg­vísinn mikil­vægt skref í vist­vænni mann­virkja­gerð á Ís­landi.

„Það hafa auð­vitað verið sett mark­mið um sam­drátt í kol­efnislosun en að baki hverju mark­miði eru að­gerðir, og að baki hverri að­gerð eru á­byrgðar­aðilar,“ segir hún. „Við erum komin með keðjuna sem þarf til að hlutirnir gerist. Ég held að með veg­vísinn að leiðar­ljósi þá séum við á réttri leið.“

Hægt er að leggja fram til­nefningar til Grænu skóflunnar á heima­síðu Grænni byggðar.