Merkisatburðir

Gorbatsjov kosinn forseti

Frá leiðtogafundinum í Höfða 1986 þegar Ronald Reagan og Gorbatsjov hittust. Ljósmyndasafn

Míkhaíl Gorbatsjov var kosinn fyrsti forseti Sovétríkjanna hinn 15. mars 1990. Gorbatsjov fæddist í borginni Stavropol Krai 2. mars árið 1931. Hann útskrifaðist frá háskólanum í Moskvu árið 1955 með gráðu í lögfræði og varð í kjölfarið virkur í pólitísku starfi Kommúnistaflokksins.

Árið 1985 var Gorbatsjov kosinn aðalritari flokksins og þótti líklegur sem næsti leiðtogi komandi kynslóðar. Hann var svo kosinn forseti hinn 15. mars árið 1990. Á kaldastríðsárunum voru Sovétríkin og Bandaríkin ráðandi öfl í heiminum. Eftir átök innan Kommúnistaflokksins og þeirra ríkja sem mynduðu Sovétríkin fór það svo að Gorbatsjov sagði af sér og eftirlét Borís Jeltsín, forseta Rússlands, völdin. Árið 1991 liðuðust Sovétríkin í sundur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Tímamót

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Auglýsing

Nýjast

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Laxa­bakki þjóðar­ger­semi

Auglýsing