Fyrir utan kaup­fé­lögin voru mörg önnur sam­vinnu­fé­lög stofnuð á Suður­landi á síðustu öld, þar með talin Slátur­fé­lag Suður­land s , Mjólkur­bú Flóa­manna og rjóma­búin,“ segir Guð­jón Frið­riks­son sagn­fræðingur, sem hefur sent frá sér fjögurra binda verk sem nefnist Sam­vinna á Suður­landi. Þar er lýst at­vinnu og sam­göngum í Ár­nes-, Rang­ár­valla- og Vestur-Skafta­fells­sýslu, auk Vest­manna­eyja.

Guð­jón segir rjóma­búin hafa verið fjöl­mörg á Suður­landi. „Um alda­mótin 1900 komu skil­vindur svo hægt var að skilja rjóma frá undan­rennu, þá voru þessi bú stofnuð. Þar var rjóminn strokkaður og smjörið selt til Bret­lands sem danskt. Þetta var mikill út­vegur, fleiri tonn sem fram­leidd voru í hverju búi, en það var hand­tak að koma þeim til skips. Bretar gerðu kröfur um að smjörið kæmi í kvartélum, þau voru þung og ó­lögu­leg til flutnings á hestum, sem leiddi til þess að byrjað var að ryðja vegi svo hægt væri að flytja þau í vögnum.“ Hann segir sam­göngur hafa verið erfiðar á svæðinu, ó­brúaðar ár, mýrar og hafna­leysi.

„Í Vest­manna­eyjum voru mörg kaup­fé­lög,“ heldur Guð­jón á­fram. „Smá­út­gerðar­menn mynduðu slík fé­lög til að kaupa inn veiðar­færi og versla með mat­vöru. Svo var hver f lokkur með sitt kaup­fé­lag nema Fram­sókn, það var komma­kaup­fé­lag, kra­ta­kaup­fé­lag og sjálf­stæðis­kaup­fé­lag.“

Guð­jón kveðst sækja heimildir í skjöl, fundar­gerðir, tíma­rit og bækur og myndir, víða að. „Það er ó­hemju­mikið af myndum í þessum bókum, ég hugsa að þær nálgist þúsund, margar hafa ekki sést áður. Það var mikill iðnaður líka í kringum þessi kaup­fé­lög, tré­smiðjur, bif­reiða­smiðjur og vél­smiðjur, allt mögu­legt. Kaup­fé­lögin voru allt í öllu. Þetta er eigin­lega héraðs­saga Suður­lands á síðustu öld og fram á þessa og hún er fal­lega út­gefin hjá Sæ­mundi.“