Lita­til­finningar, Trylltar tölur og Marg­litt klukku­prjón eru dæmi um heiti nám­skeiða sem í boði eru á ár­legri Prjóna­gleði, sem haldin er á Blöndu­ósi um helgina.

„Hér er mikið um að vera. Há­tíðin var sett í gær og gestir eru komnir víða að, “ segir Svan­hildur Páls­dóttir, við­burða­stjóri Prjóna­gleðinnar á Blöndu­ósi, sem nú er haldin í fimmta sinn. Hún segir Garn­torgið vera hjarta há­tíðarinnar. „Þar er markaður sölu­aðila með garn og alls konar vörur sem tengjast prjóna­skap. Himna­ríki fyrir alla garnelsk­endur. Það er í Í­þrótta­mið­stöðinni og fyrir utan nám­skeiðin þá verður mest að gerast þar.“ Hún lýsir því að­eins nánar: „Ístex verður til dæmis með sýningu á peysunum sem voru í síðustu lopa­bók og einnig er sýning á vestunum 20 sem skiluðu sér í hönnunar- og prjóna­sam­keppni í að­draganda há­tíðarinnar. Við erum með kósí­sæti á staðnum þar sem fólk getur tyllt sér, prjónað og spjallað.“

Dag­skráin byrjaði um helgina með fyrir­lestri, prjóna­kaffi og sam­veru,“ að sögn Svan­hildar. „Eftir jóga­tíma morgunsins eru nám­skeið af ýmsu tagi, mörg í Kvenna­skólanum og önnur að Þver­braut 1. Svona rúllar þetta á­fram,“ segir hún og bendir á að dag­skráin sé á síðunni textilmid­stod.is.