Merkisatburðir

Gandhi fór í hungurverkfall í þrjár vikur

Þetta gerðist: 8. maí 1933

Mahatma Gandhi. Getty

Indverski stjórnmálaleiðtoginn Mahatma Gandhi fór í nokkur hungurverkföll um ævina til þess að mótmæla yfirgangi Breta á Indlandi. Eitt hið frægasta þeirra hófst þennan dag árið 1933 og stóð í þrjár vikur.

Gandhi fór fyrir sjálfstæðishreyfingu Indlands og friðsamlegri baráttu Indverja fyrir sjálfstæði frá Bretum, hreyfingu sem tugir milljóna Indverja tóku þátt í. Alla ævi hryllti hann við tilhugsuninni um ofbeldi og hryðjuverk. Heimspeki hans var friðsamleg og hafði áhrif á friðsamlegar fjöldahreyfingar innan lands sem utan. Staða verkafólks og ánauðugra var slæm á Indlandi, Bretar komu illa fram við heimamenn í krafti valds nýlenduherranna. Gandhi stakk upp á friðsamlegri óhlýðni og enn fremur krafðist hann þess að mótmælendur einbeittu sér að mótmælum gegn harðstjórninni vegna hins mannlega harmleiks og að þeir myndu ekki tala um sjálfstæði.

Er Gandhi var tekinn höndum og ákærður fyrir að vera valdur að þeim óróa sem skapast hafði á Indlandi, mótmæltu hundruð þúsunda handtökunni og fangelsuninni fyrir framan fangelsið, dómhús og lögreglustöðvar og kröfðust þess að hann yrði látinn laus, sem dómurinn að endingu gerði tilneyddur. Eftir það skipulagði Gandhi mótmæli og verkföll til að vinna gegn misrétti því sem herraþjóðin beitti. Upp frá því var Gandhi jafnan ávarpaður Bapa (faðir) ellegar Mahatma (mikla sál).

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ég syng þetta fyrir pabba

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Auglýsing

Nýjast

Við verðum í jólaskapi

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Auglýsing