Merkisatburðir

Fyrsti þeldökki hæstaréttardómarinn

Þetta gerðist: 2. október 1967

Nordicphotos/Getty

Thurgood Marshall var svarinn í embætti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum þennan mánaðardag árið 1967, fyrstur blökkumanna. Hann hafði barist hart fyrir réttindum þeirra alla sína tíð.

Marshall fæddist í Baltimore árið 1908 og var barnabarn þræls. Hann nam lög við háskóla í Washington sem eingöngu var ætlaður blökkumönnum því honum var neitað um inngöngu í lagadeild háskólans í Maryland vegna húðlitar. Hann útskrifaðist með hæstu einkunn sinna bekkjarfélaga árið 1933 og tók að sér mál er vörðuðu jafnrétti blökkumanna, einkum þau sem lutu að menntun. Þau vann hann flest.

Árið 1961 tilnefndi John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti Marshall sem dómara í áfrýjunardómstólnum. Margir voru því andsnúnir, einkum þingmenn frá Suðurríkjunum. Tilnefningin var því ekki staðfest fyrr en ári síðar. Árið 1967 tilnefndi Lyndon Johnson forseti Marshall í embætti hæstaréttardómara og sagði við það tilefni: „Þetta er hið eina rétta að gera, þetta er rétti tíminn, rétti maðurinn og rétti staðurinn.“

Eftir töluvert málþóf var hann samþykktur í embættið og sór í framhaldinu embættiseið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing