Merkisatburðir

Fyrsta Persaflóastríðinu lýkur

Þetta gerðist: 20. ágúst 1988

Enn finnast jarðsprengjur úr stríðinu í landamærahéruðum. Nordicphotos/GETTY

Á þessum degi fyrir 30 árum, eða 20. ágúst 1988, var skrifað undir vopnahlé í fyrsta Persaflóastríðinu sem háð var milli Írans og Íraks. Stríðið stóð yfir í tæp átta ár eða frá því að Saddam Hussein, þáverandi forseti Íraks, lét her sinn ráðast inn í Íran þann 22. september 1980.

Eftir byltingu klerkanna í Íran 1979 óttaðist Saddam að sítar í Írak myndu rísa upp gegn sér. Langvarandi landamæradeilur ríkjanna voru einnig undir.

Íraska hernum gekk vel í byrjun en svo fór að halla undan fæti. Stríðið dróst á langinn án þess að víglínan færðist mikið úr stað. Stríðið einkenndist síðari árin af skotgrafahernaði.

Írakar nutu stuðnings og vopna frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Frakklandi auk flestra arabaríkjanna. Íran var aftur á móti að stærstum hluta einangrað.

Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um friðarumleitanir en talið er að um hálf milljón hermanna og svipaður fjöldi óbreyttra borgara hafi látið lífið í stríðinu. Þegar stríðinu lauk höfðu landamæri ríkjanna ekkert breyst og hvorugur aðilinn greiddi stríðsskaðabætur.

Saddam Hussein leiddi síðar hersveitir sínar inn í nágrannaríkið Kúvæt í ágúst 1990 og var það kveikjan að öðru Persaflóastríði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Listaháskólinn formlega stofnaður fyrir 20 árum

Tímamót

Amma er ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum

Afmæli

Að moka skítnum jafnóðum

Auglýsing

Nýjast

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Auglýsing