Árið 1903 komu Norð­maðurinn Rasmus Halls­eth og Svíinn David Fernander til Ís­lands til að sýna kvik­myndir. List­greinin var á þeim tíma enn korn­ung og urðu Reyk­víkingar því aug­ljós­lega spenntir þegar aug­lýst var að þeir gætu séð „stór­kost­legustu, fegurstu og fróð­legustu lifandi myndir sem nokkru sinni hafa verið búnar til“ í Iðnó. Mynd­efnið var meðal annars fengið úr dýra­garði London, borgara­stríðinu í Suður-Afríku og frá krýningu Ját­varðar konungs sjöunda.

Þessi sýning markaði upp­haf bíó­menningar í höfuð­staðnum en fyrsta kvik­mynda­húsið sem starf­rækt var í Reykja­vík var Reykja­víkur Biograft­hea­ter sem sett var upp í Aðal­stræti 8, sem síðar var þekkt sem Fjala­kötturinn. Það var eina kvik­mynda­hús Reykja­víkur fram til 1912 þegar Nýja bíó var sett upp í sal Hótel Ís­lands.