Tímamót

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Sigríður Sigurðardóttir Íþróttamaður ársins 1964 Fyrsta konan Handbolti Valur

Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona úr Val var kjörin íþróttamaður ársins þennan mánaðardag árið 1965, fyrst íslenskra kvenna. Þetta er sæmdarheiti sem íþróttafréttamenn fjölmiðlanna veita og Sigríður var efst á blaði allra fréttamannanna sem að kjörinu stóðu enda þótti hún einstök afrekskona.

Sigríður hafði verið fyrirliði íslenska landsliðsins sem sigraði sumarið áður á Norðurlandamóti kvenna í útihandknattleik. Það var vel gert af ungu liði sem ekki hafði leikið landsleik í fjögur ár. Það náði jafntefli við Dani og sigraði Svía. Síðast en ekki síst vann íslenska liðið Noreg í æsispennandi leik. Það var besti leikur liðsins í mótinu og jafnframt sá erfiðasti ef marka má orð Sigríðar sjálfrar í viðtali í Þjóðviljanum.

Konur þurftu svo að bíða í 27 ár eftir að næsta kynsystir þeirra fengi þessa nafnbót þegar Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona var kjörin íþróttamaður ársins árið 1991.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing