Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Þetta gerðist: 13. nóvember 1999

Keli trommari í Agent Fresco var módelið fyrir teikninguna af Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar í flokknum á íslensku.

Harry Potter og viskusteinninn kom út þennan dag árið 1999 í íslenskri þýðingu. Helga Haraldsdóttir þýddi og naut liðsinnis Guðna Kolbeinssonar. Bókin er fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter sem J.K. Rowling skrifaði. Bókin heitir á frummálinu Harry Potter and the Philosopher's Stone. Bókaútgáfan Bjartur gaf bókina út á Íslandi.

Bókin kom út árið 1997 á Englandi en íslenskir bókaútgefendur voru ekki vissir um hvort íslensk börn hefðu gaman af sögunum. Þriðja bókin var komin út, Fanginn frá Azkaban, þegar Bjartur greip vöndinn og gaf út íslenska þýðingu. Þess má geta að trommuleikarinn Keli í Agent Fresco var módelið fyrir teikninguna af Harry Potter en faðir hans, Guðjón Ketilsson, teiknaði kápuna. Trúlega áttu fáir von á því Harry Potter-æði sem bókin bjó til en eftir bókina komu myndirnar sem enn mala gull og skapa fjölskyldustemningu heima í stofu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Virkja töfra tungu­málanna í Gerðu­bergi

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Auglýsing

Nýjast

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing