Merkisatburðir

Fyrsta flug Cecils Faber

Þetta gerðist: 3. september 1919

Avro 504k

Níutíu og níu ár eru síðan hinn danski Cecil Faber varð fyrstur manna til að virða fyrir sér Ísland úr háloftunum. Faber var ungur að árum en þó reyndur flugmaður enda hafði hann barist í fyrri heimsstyrjöld með flugher Breta. Hann var fenginn hingað til lands til að útfæra fyrstu skref Íslendinga í innanlandsflugi.

Flugfélag Íslands, sem stofnað var sama ár þann 22. mars, flutti fyrstu flugvélina til landsins. Hún var af gerðinni Avro 504k. Það var mat Fabers að ákjósanlegt væri að koma flugvelli fyrir í Vatnsmýri.

Eftir fyrsta flug Fabers stóð Flugfélag Íslands fyrir flugsýningum og útsýnisflugi með farþega næstu tvö sumur. Fargjaldið var 25 krónur.

Faber þótti einkar yfirvegaður maður. Þrátt fyrir stutta dvöl á Íslandi þá markaði hann djúp spor í sögu landsins. Svona var honum lýst í Morgunblaðinu þann 27. september árið 1919: „Það er sagt að fáir eiginleikar séu flugmönnum nauðsynlegri en rólyndið. Menn þurfa naumast að sjá capt. Faber nema sem snöggvast til þess að sannfærast um að hann hefir þann eiginleika til að bera. Hægðin og stillingin skín út úr honum og það er ekki að sjá, að ógnir stríðsins og ævintýri hafi getað komið honum úr jafnvæginu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Merkisatburðir

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Auglýsing

Nýjast

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Listin lengst af hliðargrein

Auglýsing