Fyrir 40 árum, eða þann 7. janúar árið 1979, var frystihúsið Ísbjörninn fyrst tekið í notkun.

Frystihúsið var þá sagt eitt það fullkomnasta í heimi. Húsið stóð á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi og var rifið árið 2004 vegna lélegs ástands. Í stað þess var gerður þar gervigrasvöllur.

Húsið var þó áður en það var rifið gert ódauðlegt í texta Bubba Morthens í laginu Ísbjarnablús. Í laginu syngur Bubbi um þúsund þorska á færibandinu sem þokast nær og að hann ætli aldrei að vinna þar meir.

Í dag má þó finna Ísbjörninn úti á Granda, þó ekki sé um að ræða sama ísbjörn.

Árið 2013 nefndi HB Grandi frystigeymslu sína á Norðurgarði í höfuðið á frystihúsinu.