„Ný­sköpun með grænum á­herslum voru á­berandi í þeim verk­efnum sem hlutu styrk. Lofts­lags­váin knýr okkur til að endur­hugsa allt með aukinni á­herslu á gæði, endingu, full­nýtingu, þróun og stað­bundna fram­leiðslu,“ segir Birna Braga­dóttir, for­maður stjórnar Hönnunar­sjóðs, en sjóðurinn út­hlutaði í vikunni 19 styrkjum, þegar 20 milljónum var út­hlutað.

Alls bárust 82 um­sóknir um rúmar 208 milljónir. Hæsta styrkinn hlutu verk­efnin Frum­gerð frá Plast­plan og Frá­bær smá­bær – Hjallurinn, frá Ólafíu Zoëga sem hlutu tvær milljónir í þróunar- og rann­sóknar­styrk hvort um sig. Feyging á ís­lenskum hampi og hönnun á vinnslu­búnaði frá Sig­rúnu Höllu Unnars­dóttur hlaut einnig tvær milljónir í verk­efna­styrk.

„Það er gaman að sjá að tenging landsins við hafið og vatnið og vöru­þróun tengd bað­menningu og upp­lifunar­hönnun, spilar stórt hlut­verk í þessari út­hlutun,“ segir Birna.

Stjórn Hönnunar­sjóðs, Frið­rik Steinn Frið­riks­son, Hrólfur Karl Cela, Björg Inga­dóttir, Birna Braga­dóttir og Guð­rún Inga Ingólfs­dóttir á­samt Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dóttur ráð­herra.
Mynd/Víðir Björnsson

Frá­bær smá­bær er verk­efni sem snýr að því að efla tengingu lítils smá­bæjar við sjóinn, skúrana og bryggjurnar sínar, sem áður voru stærstu sam­komu­staðir bæjarins en eru að miklu leyti horfnir á braut. Heima­menn fá nýja að­stöðu til sjósunds og gufu­baðs sem verður ein­stök og mark­miðið að ferða­menn flykkist að.

Verk­efnið „Frum­gerð” er annar fasi í stóru verk­efni sem miðar að aukinni úr­vinnslu á endur­unnu plasti með á­herslu á af­urða­sköpun. Unnið er að þróun tveggja vöru­lína, „E­veryday“ og „Collect“ en af­urðir þeirra verða fram­leiddar með sér­smíðuðum vélum, iðnaðar-þrí­víddar­prentara og plötu­pressu.

Ís­lenska brimbrettið frá Bumblebee Brot­hers hlaut 1,1 milljón í styrk en verk­efnið felur í sér að fram­leiða tvær mis­munandi gerðir af brimbrettum sem eru sér­hönnuð og að­löguð að ís­lenskum að­stæðum.

Feyging á ís­lenskum hampi og hönnun á vinnslu­búnaði, hlaut tvær milljónir í verk­efna­styrk. Mark­miðið með verk­efninu er að hanna staðlað vinnslu­ferli við feygingu á hampi og þróa búnað til að vatnsfeygja hamp í því skyni að há­marka gæði trefjanna með sem minnstum kostnaði. Hamp­trefjarnar eru svo notaðar í textíl­vinnslu.