Tímamót

Frelsið til að vera ég sjálf

Ég, stutt­mynd um trans mann­eskju, inn­blásin af reynslu Uglu Stefaníu, verður frum­sýnd á morgun í Bíói Para­dís. Konur gegna öllum stöðum við myndina.

Ugla Stefanía, Hallfríður Þóra og Vala eru spenntar fyrir frumsýningunni á morgun Fréttablaðið/Anton Brink

Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff.

Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul tals­manneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. 

„Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. 

Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur. Mynd/Aðsend

„Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi  hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við. 

Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ 

Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir mennta­skóla­nema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Minningargreinar

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Auglýsing

Nýjast

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing