Fornleifarannsókn hefur farið fram við hinn gamla Árbæ í Árbæjarsafni undanfarin sumur. Stjórnandi hennar, Sólrún Inga Traustadóttir, mun hefja leiðsögn gesta um uppgraftarsvæðin á bæjarstæðinu í kvöld, fimmtudaginn 27. maí, klukkan 20. Þar mun hún segja frá rannsókninni og þeim minjum sem hafa nú þegar komið í ljós.

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á búsetusögu og þróun Árbæjar ásamt því að miðla fornleifafræði og niðurstöðum til almennings.

Leiðsögnin er ókeypis og undir lok hennar gefst gestum kostur á að taka þátt í að móta nýjar rannsóknarspurningar með því að taka þátt í könnun.