Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Á fræðslufundi Vitafélagsins í kvöld verður fjallað um vágestinn plast sem nú rekur á fjörur á Hornströndum.

Áður fyrr rak rekavið á fjörur Hornstranda en nú er þar plast sem við hendum í sjóinn. Pjetur Sigurðsson

Gauti Geirsson, nemi í sjávarútvegsfræðum, heldur erindi á fræðslufundi Vitafélagsins – íslensk strandmenning í kvöld klukkan 20. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann muni þar segja frá áhugamannafélaginu Hreinni Hornstrandir sem heldur utan um hreinsunina og árangri þess. Jafnframt setur hann hreinsunina í samhengi við þann gríðarlega stóra vanda sem plast í hafi er og hvað við teljum að þurfi að gera til þess að laga ástandið.

Gauti er nemi í sjávarútvegsfræði við Háskólann í Tromsø. Hann er frá Ísafirði og hefur undanfarin 5 ár staðið fyrir hreinsun á plasti og rusli á Hornströndum á Vestfjörðum. Hornstrandir eru eitt einangraðasta svæði landsins en þar lagðist byggð í eyði árið 1952. Þangað liggja engir vegir en vegna strauma í kringum landið hafa þetta verið miklar rekastrendur. Framan af var það aðallega rekaviður upprunninn í Síberíu sem rak á fjörurnar. Á seinni árum hefur rekaviðurinn minnkað en nýr reki komið í staðinn en það er plast.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir umhverfisefnafræðingur er einnig með erindi á sama fræðslufundi um skólphreinsun og örplast í skólpi þar sem hún mun fjalla um niðurstöður norræns samstarfsverkefnis þar sem rannsakað var hvort skólphreinsun væri nægjanleg til að hefta för öragna og örplasts úr skólpi út í umhverfið. Verkefnið var samstarf Matís á Íslandi, sænsku Umhverfisstofnunarinnar, finnsku Umhverfisstofnunarinnar og Aalto-háskóla og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslenskar skólphreinsistöðvar sem eru með 1. stigs hreinsun ná ekki að hreinsa örplast úr skólpi og þessar agnir sleppa því óhindrað út í umhverfið.

Hrönn er umhverfisefnafræðingur með B.Sc. í efnafræði frá HÍ og svo M.Sc. og Ph.D. frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði þar sem hún sérhæfði sig í efnagreiningum á umhverfismengun og áhrif á lífverur. Hún hefur starfað hjá Matís frá árinu 2009 og er í dag sviðsstjóri Mæliþjónustu og innviða. Í dag er hún helst að vinna með matvælaöryggi, áhættumat, stefnumótun og áhættumiðlun ásamt rannsóknum á umhverfismálum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Tímamót

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Auglýsing

Nýjast

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Laxa­bakki þjóðar­ger­semi

Auglýsing