Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Guðrún Kvaran, fyrrverandi prófessor og forstöðumaður Orðabókar HÍ, er 75 ára í dag.

Guðrún Kvaran hefur alltaf nóg að gera. Fréttablaðið/Anton Brink

Guðrún Kvaran, fyrrverandi prófessor og forstöðumaður Orðabókar HÍ, er 75 ára í dag. Hún er að koma inn frá slætti þegar ég hringi og deginum áður kveðst hún hafa komið heim úr strangri göngu yfir Stuðlaskarð, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Hún heldur sem sagt ekki kyrru fyrir þó aldurinn hækki. „Mér finnst mér aldrei hafa liðið betur og hef alltaf nóg að gera,“ segir hún. „Ég er jafnt og þétt á Vísindavefnum, fékk átta spurningar í gær og þær eru orðnar yfir 1.100 sem ég hef svarað. Svo er ég í Íslenskri málnefnd sem gerir athugasemdir við málnotkun opinberra aðila, enda hefur virðingarleysi gagnvart tungumálinu færst mikið í vöxt.“

Guðrún ætlar að hitta sína nánustu í dag en fyrr á árinu bauð eiginmaðurinn, Jakob Yngvason fv. prófessor, henni í afmælisferð til Ástralíu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing