Merkisatburðir

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er 75 ára gamall í dag. Á þessum degi fyrir fimmtán árum voru þau Dorrit gefin saman af sýslumanninum í Hafnarfirði í látlausri athöfn. Forsetafrúin var fljót að vinna hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar.

Dorrit tók þátt í opinberum störfum Ólafs. Hér eru þau við vígslu Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups. Fréttablaðið/Anton

Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans.

Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum.

Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is

Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins.

„Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar.

Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Silvía Nótt móðgar Evrópu

Merkisatburðir

Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir

Merkisatburðir

Gandhi fór í hungurverkfall í þrjár vikur

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Hljóðver bókasafnsins opnað fyrir almenning

Tímamót

Lengsta þingræðan tvítug

Tímamót

Með allt að 100 hesta í kirkjureið

Tímamót

Sauma út á víxl og sækja innblástur í nærumhverfi

Tímamót

Sviðshöfundar sýna lokaverkefni sín í dag

Tímamót

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Auglýsing