Merkisatburðir

Fidel Castro lét af völdum

Fidel Castro sagði af sér sem leiðtogi Kúbu þennan dag árið 2008 eftir 49 ár á valdastóli. Hann var þá 81 árs gamall. Bróðir hans Raúl tók formlega við embættinu.

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu til áratuga. Fréttablaðið/EPA

Castro veiktist alvarlega í júlí 2006. Frá þeim tíma og fram í desember það ár hélt Raúl bróðir hans um stjórnartaumana. Þá tilkynnti Castro að hann væri á ný tekinn við sem forseti en lítið sást til hans eftir það og oft vöknuðu spurningar um hvort hann væri á lífi.

Í yfirlýsingu sem Castro birti í ríkisdagblaðinu Granma 19. febrúar 2008 viðurkenndi hann að ákvörðunin um að hætta hefði verið erfið fyrir hann, ekki síst vegna þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum, sem í 49 ár hefðu gert allt til að reyna að losna við hann, hefðu spáð því að hann myndi ekki taka við stjórninni aftur eftir veikindin.

Kúbverskir útlagar á Miami fögnuðu fréttunum um afsögn Castros en dapurleika gætti hjá sumum löndum þeirra á Kúbu sem leið eins og þeir hefðu misst föður eða löngu hjónabandi væri lokið.

Fidel Castro lést 25. nóvember 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing