Merkisatburðir

Fidel Castro lét af völdum

Fidel Castro sagði af sér sem leiðtogi Kúbu þennan dag árið 2008 eftir 49 ár á valdastóli. Hann var þá 81 árs gamall. Bróðir hans Raúl tók formlega við embættinu.

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu til áratuga. Fréttablaðið/EPA

Castro veiktist alvarlega í júlí 2006. Frá þeim tíma og fram í desember það ár hélt Raúl bróðir hans um stjórnartaumana. Þá tilkynnti Castro að hann væri á ný tekinn við sem forseti en lítið sást til hans eftir það og oft vöknuðu spurningar um hvort hann væri á lífi.

Í yfirlýsingu sem Castro birti í ríkisdagblaðinu Granma 19. febrúar 2008 viðurkenndi hann að ákvörðunin um að hætta hefði verið erfið fyrir hann, ekki síst vegna þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum, sem í 49 ár hefðu gert allt til að reyna að losna við hann, hefðu spáð því að hann myndi ekki taka við stjórninni aftur eftir veikindin.

Kúbverskir útlagar á Miami fögnuðu fréttunum um afsögn Castros en dapurleika gætti hjá sumum löndum þeirra á Kúbu sem leið eins og þeir hefðu misst föður eða löngu hjónabandi væri lokið.

Fidel Castro lést 25. nóvember 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Birna drepin áður en deyfilyfið kom á staðinn

Merkisatburðir

Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna

Merkisatburðir

Skaftáreldar hefjast

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu

Tímamót

Samskiptatæknin þá og nú

Tímamót

Sagan við hvert fótmál

Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Tímamót

Ferð sem hófst fyrir ellefu mánuðum endaði vel

Tímamót

Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna

Auglýsing