Merkisatburðir

Fidel Castro lét af völdum

Fidel Castro sagði af sér sem leiðtogi Kúbu þennan dag árið 2008 eftir 49 ár á valdastóli. Hann var þá 81 árs gamall. Bróðir hans Raúl tók formlega við embættinu.

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu til áratuga. Fréttablaðið/EPA

Castro veiktist alvarlega í júlí 2006. Frá þeim tíma og fram í desember það ár hélt Raúl bróðir hans um stjórnartaumana. Þá tilkynnti Castro að hann væri á ný tekinn við sem forseti en lítið sást til hans eftir það og oft vöknuðu spurningar um hvort hann væri á lífi.

Í yfirlýsingu sem Castro birti í ríkisdagblaðinu Granma 19. febrúar 2008 viðurkenndi hann að ákvörðunin um að hætta hefði verið erfið fyrir hann, ekki síst vegna þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum, sem í 49 ár hefðu gert allt til að reyna að losna við hann, hefðu spáð því að hann myndi ekki taka við stjórninni aftur eftir veikindin.

Kúbverskir útlagar á Miami fögnuðu fréttunum um afsögn Castros en dapurleika gætti hjá sumum löndum þeirra á Kúbu sem leið eins og þeir hefðu misst föður eða löngu hjónabandi væri lokið.

Fidel Castro lést 25. nóvember 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing