Tímamót

Fellibylur leggur áströlsku borgina Darwin í rúst

Vindhviður fóru upp í 67 metra á sekúndu og olli stormurinn gríðarlegu tjóni.

Fellibylurinn Tracy gekk yfir áströlsku borgina Darwin á aðfangadag fyrir 44 árum og var þá á þriðja stigi. Bylurinn var sá öflugasti miðað við stærð í sögu Ástralíu. Vindhviður fóru upp í 67 metra á sekúndu og olli stormurinn gríðarlegu tjóni.

Alls fórst 71 vegna stormsins. Þá olli Tracy tjóni sem metið var á um 645 milljónir Bandaríkjadala á þeim tíma. Sé miðað við verðbólgu má gera ráð fyrir því að tjónið samsvaraði rúmum þremur milljörðum dala í dag.

Íslenskir miðlar fjölluðu um hamfarirnar eftir stutt jólafrí. Þann 28. mátti lesa um harmleikinn á forsíðu Morgunblaðsins. „Fjórðungur íbúa Darwin hafði verið fluttur á brott í dag til allra annarra fylkishöfuðborga Ástralíu, tveimur dögum eftir að fellibylurinn gekk yfir borgina. Stefnt er að því að flytja burt helming borgarbúa fyrir sunnudagskvöld. Jafnframt lýstu ráðherrar stjórnarinnar því yfir að borgin yrði endurreist, en á nýjum stað.“

Sams konar umfjöllun birtist svo í Tímanum. Fyrirsögnin var: „Þök vantar á flest hús og skortur er á vatni“.

Endurbyggingarnefnd var stofnuð í febrúar 1975 og henni gefið það hlutverk að reisa borgina á ný innan fimm ára. Ríkisstjórnin var komin á þá skoðun að borgin skyldi byggð á sama stað og hún var. Árið 1978 var svo kominn nógu mikill húsakostur til að hýsa fyrri íbúafjölda. Hins vegar var ljóst nokkrum árum síðar að allt að sextíu prósent fyrrverandi íbúa sneru aldrei aftur. Darwin var hins vegar endurbyggð að fullu þótt borgin sé sögð afar ólík þeirri sem þar stóð fyrir hamfarirnar.

Tæplega 150.000 búa í Darwin í dag. Það er öllu meira en var fyrir bylinn. Þá bjuggu tæp 40.000 í borginni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing