Tímamót

Fegrunarverðlaun borgarinnar veitt

Fremst: Svanfríður Jónsdóttir, Bjarni Þór Þórólfsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Guðrún Björnsdóttir. Miðröð: Kristófer Oliversson, Heiða Magnúsdóttir, Þórhallur Gunnarsson, Magnea Árnadóttir, Kristín Einarsdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir. Efst: Sigurbjörn Thorkelsson, Margrét Þormar og Hákon Guðbjartsson.

Reykjavíkurborg veitti viðurkenningar nú í vikunni fyrir vel heppnaðar endurbætur gamalla húsa og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir. Þrjú hús urðu fyrir valinu: að Fríkirkjuvegi 3, Nýlendugötu 24 og Selvogsgrunni 23. Tvö þau fyrrnefndu eru frá upphafi 20. aldar og tilheyra stíl sem kallaður hefur verið hinn íslenski bárujárnssveitserstíll. Það þriðja er teiknað 1957 af Sigvalda Thordarson og er í módernískum stíl. Öll teljast þau góð dæmi um byggingarlist síns tíma og endurbætur á þeim þykja gerðar af virðingu og kostgæfni.

Fjölbýlishúsalóðirnar að Brautarholti 7 og Einholti 8-12 fengu viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang og fleira og lóðin að Laugavegi 120, Center Hótel Miðgarður, fyrir aðlaðandi útisvæði þar sem klöppin í holtinu skipar sérstakan sess.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Virkja töfra tungu­málanna í Gerðu­bergi

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Auglýsing

Nýjast

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing