Tímamót

Fæ hugmynd og hætti ekki fyrr en ljóðið er komið

Valgerður Þóra Benediktsson hefur sent frá sér bókina Stemmur með eigin ljóðum og lituðum teikningum eftir barnabörnin. Hún er barnabarn skáldsins Einars Ben.

Valgerður Þóra gefur út allar sínar bækur sjálf, einnig þá nýjustu. Fréttablaðið/Ernir

Mitt líf og yndi er að skrifa, allar mínar skúffur eru fullar af handritum,“ segir Valgerður Þóra Benediktsson, höfundur ljóðabókarinnar Stemmur. Þetta er níunda bók hennar og hún gefur hana út sjálf. „Ég hef haft þann hátt á með allar mínar bækur að gefa þær út sjálf,“ segir hún. En hvað er það sem einkum kveikir andann og hver eru hennar helstu yrkisefni? „Ég get ekki sett fingur á það, fæ bara hugmynd, byrja að skrifa og hætti ekki fyrr en ljóðið er komið á blað, hvort sem það er dagur eða nótt. Hugmyndirnar láta mig ekki í friði. Þessi bók varð til á hálfum mánuði, hún er að vísu ekki löng, 34 blaðsíður.“

Stemmurnar hennar Valgerðar Þóru eru mislangar og í óbundnu formi. Í hverri opnu er litmynd, teikning eftir barnabörn hennar, Irmu Þóru og Ívar Má. „Þau lásu ljóðin og teiknuðu myndirnar út frá þeim hughrifum sem þau urðu fyrir,“ lýsir skáldið. Ein opnan er tileinkuð Sævari Ciesielski, bæði í minningartexta og mynd, enda segir Valgerður Þóra örlög hans hafa snert hana djúpt.

Valgerður Þóra ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og kveðst hafa dvalið talsvert í Borgarfirðinum á sumrin. Hún er barnabarn eins af þjóðskáldum Íslendinga, Einars Benediktssonar, og þó hún yrki ekki eftir hefðbundnum bragarháttum eins og hann er hún ekki í vafa um hvaðan þörf hennar til tjáningar í ljóðum er sprottin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing