Eyjólfur G. Jónsson fæddizt í Reykjavík hinn 18. apríl 1938, sonur Valgerðar M. Eyjólfsdóttur, sjúkraliða og Jóns Eyþór Guðmundssonar, listmálara og kennara. Eyjólfur ólst upp í Reykjavík, stundaði fyrst nám í matreiðslu og lauk sveinsprófi í matreiðslu 31. Maí 1958. Síðar nam hann tannsmíði og lauk sveinsprófi tannsmíði 23. maí 1964. Eyjólfur starfaði sem lengst sem tannsmiður, bæði hjá Erni Bjartmars tannlækni sem og sjálfstætt. Síðustu árin vann hann sem Kjötsmiðjunni og síðar Ísfugli, en lét af störfum 2005.

Eyjólfur giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Jónu Sigurðardóttir, hinn 5. Október 1958. Inga Jóna er fædd 14. Marz 1939 og er dóttir hjónanna Magneu Jóhönnu Ingvarsdóttur og Sigurðar Jónssonar. Hinn 12. Marz 1959 eignuðust þau son sinn, Eyjólf Magnús Eyjólfsson. Fjórum árið síðar, hinn 29. Júlí 1963 eignuðust þau seinna barn sitt, Eyþór Eyjólfsson.

Eldri sonur þeirra hjóna, Eyjólfur Magnús Eyjólfsson, gæðastjóri, er búsettur á Akranesi. Hann eignaðist þrjú börn með fyrri konu sinni, Jórunni Arnbjörgu Magnadóttur, ábyrgðafulltrúa. Þau heita Eyrún Arna, Elísabet Eir og Ívar Trausti og á hann tvö börn, þau Alexöndru og Axel Róbert. Sambýlismaður Eyrúnar er Jaldert og sambýlismaður Elísabetar er Bjarnfinnur Ragnar. Seinni eiginkona Eyjólfs er Hugrún Sigurðardóttir, framleiðslustjóri, og eiga þau dótturina Yrsu Þöll. Sambýlismaður Yrsu er Logi Breiðfjörð og eiga þau soninn Sævar Loga.

Yngri sonur Eyjólfs og Ingu er Eyþór, forstjóri, búsettur í Tokyo og Mosfellsbæ. Maki Eyþórs var Junya Nakano, en hann lézt í bílslysi árið 2008.