Tímamót

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Þetta gerðist 9. júlí 2006

Zinedine Zidane stangar Marco Materazzi.

Mikill spenna var fyrir úrslitaleik Ítalíu og Frakklands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Þýskalandi árið 2006. Úrslitaleikurinn fór fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þetta var einnig seinasti leikur Zinedine Zidane með franska landsliðinu en hann er að öðrum ólöstuðum líklega þeirra besti leikmaður frá upphafi. Úrslitaleiks HM 2006 verður aldrei minnst án þess að nefna í sömu andrá að þetta var leikurinn þar sem Zidane var rekinn af velli fyrir að skalla ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í bringuna.

Enn er margt á huldu um hvað Materazzi sagði við Zidane sem varð til að hann brást ókvæða við en þrálát hefur verið sú saga að það hafi varðað móður franska snillingsins. Zidane, sem valinn var besti leikmaður mótsins, endaði landsliðsferil sinn með skömm og rauðu spjaldi. Hann mátti síðan horfa á landa sína fara alla leið í vítaspyrnukeppni gegn sterku liði Ítala og bíða þar lægri hlut. Goðsögnin kvaddi með goðsagnarkenndum hætti, augnablikssturlun á örlagastundu, sem mun um ókomna tíð skyggja á sigurstund Ítala. Nema kannski hjá Ítölum sjálfum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing