Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Morðið á Gunnari enn óupplýst.

:Árið 1968 fannst maður myrtur við Laugalæk og hefur málið enn ekki verið leyst.

Hinn 18. janúar árið 1968 var leigubílstjórinn Gunnar Sigurður Tryggvason skotinn til bana í leigubifreið sinni.

Í forsíðufyrirsögn Morgunblaðsins frá 19. janúar segir að líkur séu á að um ránmorð hafi verið að ræða en annað af tveimur veskjum Gunnars var horfið.

Talið er að Gunnar hafi verið skotinn í hnakkann í leigubíl sínum aðfaranótt þess nítjánda. Lögregla lýsti eftir mannaferðum í Laugarneshverfinu þar sem morðið var framið en Gunnar var skotinn með skammbyssu með hlaupvídd 32. Byssugerðin sem um ræddi var afar sjaldgæf á Íslandi en lögregla taldi að byssunni og skotunum hefði verið smyglað til landsins.

Það var svo ekki fyrr en rúmu ári síðar að byssan fannst og eftir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og síðar Scotland Yard í Bretlandi, var hægt að staðfesta að umrædd byssa væri morðvopnið. Einn maður sat lengi í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið en hann var síðar sýknaður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing

Nýjast

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Auglýsing