Tímamót

Enginn tími til að verða gamalmenni né fara á flakk

Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi.

Sigrún er bókuð út árið sem leiðsögumaður, auk þess að kenna við Leiðsöguskólann. MYND/ANTON BRINK

Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna!

Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“

Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu.

En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið?

„Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“

Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra.

„Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing