„Þið blindið mig!“ hrópaði djass­goð­sögnin Ella Fitz­gerald á ís­lenska ljós­myndara þegar hún steig út úr flug­vélinni á Reykja­víkur­flug­velli þann 25. febrúar 1966. Ella var kapp­klædd og hafði greini­lega búist við vetrar­hörkum á Ís­landi en me henni í för voru hljóð­færa­leikarar. Hún hafði ekki mikla lyst á að tala við ís­lenska blaða­menn heldur steig hún fljótt upp í bíl og brunaði burt.

Fernir tón­leikar voru skipu­lagðir hjá Ellu en þeir voru heldur mis­heppnaðir. Miðar voru dýrir og stóri salurinn í Há­skóla­bíói var langt frá því að vera fullur, svo að miða­verð var lækkað og auka­tón­leikar voru haldnir. Það dugði ekki til og var stór­tap á tón­leikunum. Þeir sem tryggðu sér miða voru þó að sögn hæst­á­nægðir enda var Ella einn stærsti djass­lista­maður heims á þessum tíma.

Ella var alls í fimm daga á Ís­landi og sagði að ferða­lokum að hún myndi aldrei syngja aftur á landinu. Hún stóð við orð sín enda heim­sótti hún landið ekki á þeim 30 árum sem hún lifði eftir heim­sókn sína til Ís­lands.