Merkisatburðir

Eldur kviknaði í Innréttingum Skúla fógeta

Þetta gerðist 27. mars 1764.

Tvíhjóla rokkur tilheyrði innréttingunum.

Eldur kviknaði í verksmiðjuhúsum þeim sem hýstu vefnaðarfyrirtæki Skúla fógeta, Innréttingarnar, undir lok þessa dags árið 1764. Þrjár vefstofur, tíu vefstólar ásamt öðrum tækjum, urðu eldinum að bráð, auk hráefnis og fullunnins varnings. Alls var tjónið metið á 3.706 ríkisdali og sex skildinga.

Um hundrað manns unnu við fyrirtækið. Það var einn vefaranna, Ámundi Jónsson, sem vaknaði um miðnætti og varð eldsins var. Hann vakti annað fólk sem talið er að ella hefði trúlega brunnið inni.

Menn giskuðu á að skar af kolu, sem ógætilega var farið með, hafi orðið til þess að eldurinn kviknaði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Setur upp menningarhús á flugvöllum landsins

Tímamót

Listaháskólinn formlega stofnaður fyrir 20 árum

Tímamót

Amma er ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum

Auglýsing

Nýjast

Að moka skítnum jafnóðum

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Auglýsing