Merkisatburðir

Eldur kviknaði í Innréttingum Skúla fógeta

Þetta gerðist 27. mars 1764.

Tvíhjóla rokkur tilheyrði innréttingunum.

Eldur kviknaði í verksmiðjuhúsum þeim sem hýstu vefnaðarfyrirtæki Skúla fógeta, Innréttingarnar, undir lok þessa dags árið 1764. Þrjár vefstofur, tíu vefstólar ásamt öðrum tækjum, urðu eldinum að bráð, auk hráefnis og fullunnins varnings. Alls var tjónið metið á 3.706 ríkisdali og sex skildinga.

Um hundrað manns unnu við fyrirtækið. Það var einn vefaranna, Ámundi Jónsson, sem vaknaði um miðnætti og varð eldsins var. Hann vakti annað fólk sem talið er að ella hefði trúlega brunnið inni.

Menn giskuðu á að skar af kolu, sem ógætilega var farið með, hafi orðið til þess að eldurinn kviknaði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Tímamót

Í anda Guðrúnar frá Lundi

Tímamót

Tónlist getur tjáð svo margt

Auglýsing

Nýjast

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Sækja í leikskólann sinn

Vildi vera betri fyrirmynd

Hvalfjarðargöngin opnuð

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík

Auglýsing