Tímamót

Eldgos hófst í Eyjafjallajökli

Átta ár eru í dag frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli.

Eldgos Eyjafjallajökull Öskufall Eyjafjöll Aska 2010 Seljalandsfoss Pjetur Sigurðsson

Kröftugt eldgos hófst í Eyjafjallajökli þennan dag árið 2010 er þrír djúpir sigkatlar mynduðust í jöklinum. Hamfaraflóð sópaði niður umferðarmannvirkjum þegar það ruddist niður Markarfljótið. Annað minna flóð olli skemmdum á vegum og spillti jörðum undir Eyjafjöllum og bændur urðu fyrir búsifjum.

Öskufall náði austur að Kirkjubæjarklaustri og byrgði víða sýn.

Flugumferð, bæði innanlands og víðar í Evrópu, raskaðist verulega og lá víða niðri vegna öskunnar.

Gosið átti upptök sín í toppgíg fjallsins. Það hófst á sjöunda tímanum eftir harða jarðskjálftahrinu um nóttina. Um 700 manns náðu að yfirgefa heimili sín áður en það hófst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tilraunastöðin að Keldum fagnar sjötíu ára starfi sínu

Tímamót

Íslenskir námsmenn gera byltingu

Tímamót

Opnar heim orgelsins

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

VERTOnet stofnað

Tímamót

Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust

Merkisatburðir

St. Paul strandar við Meðalland

Tímamót

Allir lásu Bláa hnöttinn

Tímamót

Vildi nýta sér töfrana í leikhúsinu fyrir sýningar

Tímamót

Þar mætast fortíð og nútíð

Auglýsing