Mark­miðið með kosningu á fugli ársins er að draga fram nokkrar fugla­tegundir sem finnast hér á landi og fjalla um mikil­væg bú­svæði og fæðu­val þeirra og einnig að líta á á­ætlaðar stofn­stærðir þeirra og stöðu stofnanna í Evrópu og hér á Ís­landi.

Með þessu vill Fugla­vernd leggja sitt af mörkum um að efla fræðslu, sam­tal og um­fjöllun um stöðu fugla­stofna hér á landi og um mikil­vægi fugla í líf­ríkinu. Ís­land hefur á­kveðna sér­stöðu þegar kemur að fuglum, hér eru til­tölu­lega fáar tegundir en hjá sumum þeirra eru hlut­falls­lega stórir stofnar og Ís­land því mikil­vægt land fyrir fugla ekki síður en okkur mann­fólkið.

Brynja Davíðs­dóttir, verk­efna­stjóri hjá Fugla­vernd, segir að þátt­taka í fyrra hafi farið fram úr björtustu vonum og því var upp­lagt að gera þetta aftur. „Þá var fyrir­komu­lagið að­eins öðru­vísi og þá til­nefndi fólk sinn upp­á­halds­fugl. Þetta árið byggðum við á þeirri reynslu og til­nefndum 20 fugla og fólk kýs í for­vali.“

For­valið fer fram raf­rænt og hófst í gær og stendur til mánu­dags á vef­síðu keppninnar, fuglarsins.is. Dagana 5. til 12.septem­ber verður svo kosning milli efstu fuglanna og sigur­vegari ársins kynntur 16. septem­ber á degi ís­lenskrar náttúru.

Brynja Davíðs­dóttir, verk­efna­stjóri hjá Fugla­vernd, segir að þátt­taka í fyrra hafi farið fram úr björtustu vonum og því var upp­lagt að gera þetta aftur.
Mynd/Aðsend