Er þitt landssvæði veirufrítt Hjörleifur?

Já, ég held að sveitarfélagið sé veirufrítt. Reyndar er ég ekki besti maðurinn til að upplýsa neitt um það því ég bý í Reykjavík yfir veturinn og var að koma í páskafrí.

Eru þá ekki allir skíthræddir við þig?

Jú, örugglega, ég held mig bara til hlés.

Hjörleifur ólst upp á gönguskíðum og lyftuleysið plagar hann ekkert.
Mynd: Aðsend

Er snjór í Svarfaðardal?

Já, það hefur snjóað heilmikið að undanförnu sem gladdi alla nema hvað þá var skíðasvæðinu lokað vegna sóttvarnareglna. Það var mikill hugur hér í fólki í aðdraganda páskanna, allt leit svo vel út, það var skipulögð dagskrá í fjallinu, svo átti að vera svarfdælskur mars og ég veit ekki hvað – en svo var öllu aflýst.

Þú ert náttúrlega skíðamaður.

Aðallega gönguskíðamaður og hef reyndar alltaf verið, ég ólst upp á gönguskíðum og það hindrar mig ekkert þó lyfturnar séu lokaðar. Ég fór fram í Skíðadal í gær og reyni að nota gönguskíðafærið meðan það gefst.

Hvað ertu svo að skrifa annað en Norðurslóð? Eruð þið Rán Flygenring eitthvað að bralla í anda fugla-og hestabókanna?

Við erum svona farin að tala saman en það er ekkert orðið skothelt eða fast í hendi. Við erum með hugmyndir- og farin að tala við útgefendur, þeir vilja halda í okkur en við ætlum að taka okkur tíma.“

Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson rithöfundar.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari