Merkisatburðir

Einangrun Siglufjarðar rofin með akfærum vegi

Þetta gerðist: 27. ágúst 1946

Wooden herring barrels on a cart at Siglufjordur, Iceland. Siglufjordur was once the herring capital of Iceland. Síld fiskibollur siglufjörður

Fyrsti bíllinn komst til Siglufjarðar þennan dag árið 1946, eftir að unnið hafði verið að vegagerð um Siglufjarðarskarð í ellefu ár. Þar með má segja að einangrun Siglufjarðar hafi verið rofin.

Það var þó ekki fyrr en ári síðar, eða 1947, að vegurinn taldist tilbúinn. Hann lá upp úr Fljótum í Skagafirði. Upphaflega var Siglufjarðarskarð fjallsegg en gegnum hana voru dyr sem gátu hafa verið gerðar af fornmönnum. Þá var hægt að sitja þar klofvega með annan fótinn í Skagafjarðarsýslu en hinn í Eyjafjarðarsýslu.

Árið 1940 var skarðið sprengt niður um 14 metra og í framhaldi af því ráðist í að gera bílfæran veg um það. Þetta var hæsti fjallvegur landsins og mjög snjóþungur. Hann lokaðist jafnan í fyrstu snjóum á haustin og var ekki opnaður aftur fyrr en sjö til átta mánuðum síðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing