Tímamót

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Þrjátíu og þrjú ár eru síðan Challenger-geimskutlan tættist í sundir yfir Flórídaskaga. Sjö manna áhöfn Challenger fórst í slysinu og í kjölfarið upphófst leitin að ástæðunni fyrir þessu hörmulega slysi. Harmleikurinn átti eftir að hafa víðtæk áhrif á starfsemi NASA.

Challenger-geimskutlan tekst á loft. MYND/AFP

Sjötíu og þremur sekúndum eftir geimskot Challenger-geimskutlunnar frá Merritt-eyju í Flórída, klukkan 16.39 að íslenskum tíma, þann 28. janúar árið 1986, urðu kaflaskil í geimferðasögu mannkyns. Sjö geimfarar létust þegar Challenger-skutlan tættist í sundur í 29 kílómetra hæð.

Harmleikurinn hafði víðtæk áhrif á störf bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Öllum geimskotum var frestað í nær þrjú ár meðan ástæður og tildrög Challenger-slyssins voru rannsakaðar. Afrakstur þeirrar vinnu var mikill áfellisdómur yfir verkferlum í kringum öryggisprófanir. Í dag er slysið oft á tíðum notað sem skólabókardæmi um hvernig skuli haga öryggismálum og athugunum.

Á bilinu 17 til 20 prósent Bandaríkjunum sáu Challenger-slysið í beinni útsendingu. Mikill áhugi var fyrir geimskotinu, enda hafði kennarinn Christa McAuliffe unnið hug og hjörtu Bandarísku þjóðarinnar í aðdraganda geimskotsins. McAuliffe átti að verða fyrsti almenni borgarinnar til að fara út í geim.

Ronald Reagon, sem þá var Bandaríkjaforseti, heimsótti Johnson-geimferðamiðstöðina daginn eftir slysið þar sem hann ávarpaði sex þúsund starfsmenn NASA.

„Af og til hrösum við þegar við teygjum okkur til stjarnanna,“ sagði Reagan. „En við verðum að rífa okkur á fætur og halda áfram, þó að það sé sársaukafullt.“

Sérstök rannsóknarnefnd var sett á laggirnar til að rýna í ástæður slyssins. Hún var kennd við formanninn, William Rogers. Á meðal nefndarmanna voru geimfarinn Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór út í geim, og eðlisfræðingurinn goðsagnakenndi Richard Feynman. Eins og honum var tamt, þá átti Feynman eftir að setja mark sitt á störf og niðurstöðu nefndarinnar.

Meginniðurstaða Feynmans var að svo svokallaði O-hringir, sem eru plasthringir notaðir til þéttingar, hafi laskast í þeim óvenjulega lofthita sem var á Flórídaskaga dagana fyrir geimskotið. Þannig hafi mikill kuldi orðið til þess að hringirnir glötuðu þéttleika sínum og hafi á endanum gefið sig þegar heitt gas seytlaði út eldflauginni. Þetta var ástæðan fyrir því að Challenger-sprakk.

Í lokaskýrslu Roger-nefndarinnar er sérstakur kafli þar sem Feynman fer hörðum orðum um öryggisferla og athuganir starfsmanna NASA.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing

Nýjast

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing