Tímamót

Þegar Al­þýðu­banda­lagið felldi Sjálf­stæðis­flokkinn

Fjörutíu ár eru síðan kaflaskipti urðu í stjórnmálasögu Reykjavíkurborgar þegar Alþýðubandalagið hrakti meirihluta Sjálfstæðismanna úr borgarstjórn. Meirihlutinn hafði verið við völd í tæplega hálfa öld. Þetta var þó skammgóður vermir fyrir vinstrimennina.

Vísir ræddi við fráfarandi borgarstjóra sem fór að taka saman föggur sínar.

Fjörutíu ár eru í dag síðan meiriháttar breytingar urðu í landslagi stjórnmálanna í Reykjavík. Í sveitarstjórnarkosningum árið 1978 kolféll meirihluti Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni sem hafði verið við völd áratugum saman, eða síðan árið 1930.

Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum þann 28. maí árið 1978 var ljóst að listar þriggja flokka myndu skipa nýjan meirihluta í Reykjavík: Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins.

Í samtali við Morgunblaðið þann 29. maí sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þá fráfarandi borgarstjóri Sjálfstæðisflokks, að úrslit kosninganna hefðu komið honum mikið á óvart, þá sérstaklega fylgisaukning Alþýðubandalagsins. „Ég var viss um, að þeir höfðu meðbyr í þessum kosningum, en að sveiflan yrði jafn mikil og raun bar vitni um hafði ég ekki gert mér grein fyrir,“ sagði Birgir Ísleifur og bætti við: „Ég held að persónulegar vinsældir Guðrúnar Helgadóttur hafi átt verulegan þátt í þessu.“

Morgunblaðið tilkynnti lesendum sínum að vinstrimenn hefðu haft betur.

Guðrún Helgadóttir var í fjórða sæti lista Alþýðubandalagsins en bandalagið náði fimm mönnum inn. Í Alþýðublaðinu var því haldið fram að Guðrún væri í raun sigurvegari kosninganna.

Birgir Ísleifur hafði sérstakar áhyggjur af kjörsókn sem var afar dræm miðað við fyrri kosningar, eða 83,7 prósent.

„Hið pólitíska herbragð sem Alþýðubandalagið hóf með því að telja Reykvíkingum í trú um það að meirihluti Sjálfstæðismannanna væri öruggur tókst fullkomlega,“ sagði Birgir Ísleifur í samtali við Vísi þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir. Hann sagði blaðamanni Vísis að hans næsta verk yrði að fara niður á borgarstjórnarskrifstofur og pakka saman.

Þetta var þó skammgóður vermir fyrir vinstrimenn. Því fjórum árum síðar náði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta á ný í Reykjavík. Tólf árum síðar, eða þann 28. maí árið 1994, sigraði Reykjavíkurlistinn í borgarstjórnarkosningum og skákaði þar með meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem þá hafði setið í tólf ár.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hver dagur þakkarverður

Tímamót

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Auglýsing