Tón­listar­maðurinn Eddi­e Van Halen er látinn, 65 ára að aldri. Frá þessu greinir TMZ en bana­mein þessa fram­úr­skarandi gítar­leikara var krabba­mein. Van Halen greindist fyrst með krabba­mein í munni árið 2000 en mörg ár eru síðan hann greindist svo með krabba­mein í hálsi.

Að því er segir í frétt TMZ lést Van Halen á St. Johns-sjúkra­húsinu í Santa Moni­ca í dag, um­kringdur sínum nánustu. Eigin­kona hans, Jani­e, var við hlið hans sem og sonurinn Wolf­gang og bróðir hans, trommu­leikarinn Alex.

Eins og flestum er kunnugt var Eddi­e með­stofnandi rokk­sveitarinnar Van Halen og var hann aðal­laga­höfundur sveitarinnar. Í út­tekt Guitar World-tíma­ritsins árið 2012 var Eddi­e valinn besti gítar­leikari sögunnar af les­endum tíma­ritsins.

Eddi­e fæddist í Amsterdam í Hollandi en fluttist ungur að árum til Banda­ríkjanna þar sem tón­listin átti hug hans allan. Eddi­e og bróðir hans, Alex, stofnuðu Van Halen árið 1972 og kom sveitin alls þrettán lögum á topp banda­ríska Bill­board-listans.

Wolf Van Halen, sonur Eddi­e, minntist föður síns á Twitter nú í kvöld þar sem hann stað­festi tíðindin sem spurst höfðu út. „Hann var besti faðir sem hægt var að hugsa sér. Hvert einasta augna­blik sem við áttum saman var gjöf,“ sagði hann.