Tímamót

Drög lögð að íslenskri krónu

Lögð voru drög að gömlu góðu krónunni á þessum degi árið 1871. Ernir Eyjólfsson

Stöðulög voru sett 2. janúar 1871 um að fjárhagur Íslands og Danmerkur skyldi aðskilinn frá og með 1. apríl þetta sama ár. Þá var settur á laggirnar 

Landssjóður Íslands og þegar Stjórnarskrá Íslands var samþykkt árið 1874 fékk Alþingi vald til þess að semja lög um hann. Fram að þessum tíma voru ríkisdalir opinber gjaldmiðill á Íslandi, sem fylgdi tilskipun 20. mars 1815. Þeir voru prentaðir af Kurantbanken í Kaupmannahöfn sem var fyrsti banki Danmerkur. 

Landssjóður fékk leyfi með lögum árið 1885 til þess að gefa út íslenska peningaseðla fyrir allt að hálfri milljón króna og skyldi það verða fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands. 

Fyrsti seðillinn, fimm krónur, fór í umferð 21. september 1886. Hann var 105 sinnum 160 mm að stærð, grár að lit en brjóstmynd af Kristjáni IX og letur var í svörtu. Í júlí sama ár komu tíu og fimmtíu króna seðlar. Bakhliðin á fimmtíu króna seðlinum var með áprentaðri fjallkonu en bakhliðin á hinum seðlunum var auð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing