Drengur Helgi Samúelsson fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1960. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 3. júní 2019.

Foreldrar hans eru Samúel Þórir Haraldsson, f. 12. apríl 1932, d. 6. apríl 1969, og Kristín Sigríður Guðjónsdóttir f. 25. september 1930. Systkini hans eru Haraldur Guðjón Samúelsson, óskírður drengur, látinn, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Borgný Samúelsdóttir, Kristín Björk Samúelsdóttir, Arnlaugur Kristján Samúelsson, Samúel Kristinn Samúelsson, látinn, Gísli Sigurjón Samúelsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Jónína Ingibjörg Samúelsdóttir og Jón Finnur Kjartansson, látinn.

Eiginkona Drengs Helga er Sóley Ósk Stefánsdóttir, f. 25.12.1959. Börn þeirra eru Guðjón Finnur Drengsson, f. 1979, Stefán Aðalsteinn Drengsson, f. 1980, og Samúel Þórir Drengsson f. 1981. Barnabörn þeirra eru sjö talsins.

Drengur vann ýmis verkamannastörf auk þess að stunda sjómennsku um árabil. Hann vann hjá Gámastöðinni til fjölda ára og sinnti þar akstri og viðgerðum á vörubílum. Starfsferilinn endaði hann hjá Héðni í Hafnarfirði. Drengur hafði unun af als konar ökutækjum og var meðal annars einn af stofnendum Jeppaklúbbs Reykjavíkur.

Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. júní 2019, klukkan 15.Baráttujaxl og vinur í raun.

Á fögrum sumardegi í sumarbústaðnum heyrast vélhjóladrunur sem færast nær. Þar er kominn Drengur Helgi á mótorhjólinu til okkar í Borgarfjörðinn með stóran blómvönd í tilefni að brúðkaupsafmæli okkar hjóna. Þannig var Drengur, fylgdist með úr fjarska og kom færandi hendi með eitthvað skemmtilegt og dreif sig í vinnugallann ef það var eitthvað sem þurfti að gera. Kom hann þegar Addi bróðir hans var að mála þakið og ekkert hangs, Drengur var mættur upp á þak að hjálpa til og þeir bræður tautuðu og hlógu meðan ég beið niðri eftir að þurfa að grípa þá, þeir bræður gátu nefnilega verið svolítið djarfir fyrir þá viðkvæmu.

Sumarið 2017 rættist draumur þeirra bræðra og þeir fórum hringinn í kringum landið ásamt Vestfjörðum á mótorhjólum.

Í tvær vikur var sofið í tjaldi, eldað á gasi eða borðað úti. Farið snemma upp alla daga, pakkað saman dótinu og brunað á hjólunuma allt upp í 14 tíma á dag með vindinn í fangið í rigningu eða sól og sælu í algjöru frelsi með Deep Purple í eyrunum. Svo eftir langan dag voru eldaðar kótilettur og bakaðar baunir og eftir mat var skriðið inn í tjald.

Þeir bræður nutu frelsisins, hittu margt skemmtilegt fólk og upplifðu landið í sinni breytilegu mynd.

Það var alltaf gaman að koma í Sílakvíslina til Drengs og Sóleyjar og heyra söng sonanna þriggja Gaua, Stebba og Samma. Pabbinn söng ekki með en sat stoltur og fylgdist með.

Svo kom ein Stelpa í fjölskylduna af Irish Setter kyni. Hún var mikill gleðigjafi í fjölskyldunni og naut þess m.a. að Drengur skildi svo vel hvað þurrmatur er vondur. Hann hrærði saman við matinn hennar einhverju sem bragðaðist vel og Stelpa horfði á hann með mikilli aðdáun. Það þýddi ekkert að malda í móinn, þurrmatur er vondur eins og Stelpa gaf sterklega til kynna og Drengur lét ekkert hundamatsfræðingatal ráða för. Stelpu varð ekki meint af og naut sín í faðmi fjölskyldunnar í mörg ár.

Drengur afi naut þess að vera með barnabörnunum og eyddi með þeim ófáum stundum. Fyrir s.l jól vorum við ásamt Dreng stödd í IKEA. Drengur var þá töluvert veikur, en viti menn, ég leit við og sá að það voru kominn 7 piparkökuhús, litir og nammi í körfuna hjá honum. Það skyldi takast að gera piparkökuhús með krökkunum, það þyrfti bara smá kraft og gleði sem tókst eins og svo margt sem hann gerði og lét sín erfiðu veikindi s.l. þrjú ár ekki stoppa það. Drengur var baráttujaxl sem vissi að baráttan skilar meiru en uppgjöfin.

Árbæjarlaug kl 10:30. Þessi boð sá Drengur um að senda til fjölskyldunnar á hverjum laugardegi í nokkur ár.

Þú varst ósérhlýfinn fjölskyldumaður sem sást oft litlu hlutina sem skipta miklu máli. Eitt dæmi af mörgum. Veisla í fjölskyldunni, Drengur mættur beðinn eða óumbeðinn með stórt fat af upprúlluðum volgum pönnukökum. Þær hurfu fljótt af fatinu og hefði í flestum tilfellum ekki þurft neitt annað meðlæti fyrir börnin. Minningin um pönnukökudrenginn með stóra hjartað mun örugglega ylja mörgum um ókomin ár.

Þú vildir fá lengri tíma og barðist til síðustu stundar, en endalokin voru ófrávíkjanleg.

þú varst góður ferðafélagi og Þín verður sárt saknað.

“Vertu sæll” Bróðir kær.

Baráttunni er lokið bróðir kær,

Brostu því nú ertu kominn í heiminn þinn.

Friðurinn kom og bar þig fjær.

“Fljúgðu” því þú ert fullkominn.

Birgitta Birgisdóttir

Elsku mamma, Sóley og fjölskylda, megi góður Guð vera með ykkur

Kær kveðja,

Addi og JanaElsku Drengur

Það er alltaf sárt þegar komið er að kveðjustund, en minningarnar um Dreng eru margar og verða ávallt geymdar í hjörtum okkar.

Drengur hafði einstaklega góða og hlýja nærveru, var alltaf hress og kátur og var mjög stutt í grínið þegar við hittum hann, ásamt því að vera mesti barnakall í heimi, öll börn dýrkuðu hann og hann þau.

Þegar við spurðum son okkar um að lýsa honum í einu orði, þá var svarið "skemmtilegur".

Hann var einstakur persónuleiki, dæmdi ekki, traustur og alltaf tilbúinn að hjálpa.

Í dagsin önnum dreymdi mig

þinn djúpa frið, og svo varð nótt.

Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,

Þeim svefni enginn ræni þig.

Steinn Steinarr

Við kveðjum þig með söknuði elsku Drengur og vitum að þú ert umvafinn birtu og ljósi. Guð geymi þig elsku besti.

Ágúst Kristinn

Harpa

Almar Óli