Tímamót

Djúpheilandi og umbreytandi upplifun

Á morgun verður upplifunarverkið Ómur sýnt í Hofi á Akureyri. Þau Arnbjörg Kristín og Frímann Kjerúlf standa á bak við upplifunina. Þarna mun samspil ljóss og hljóðs virka raunverulega umbreytandi á áhorfendur sem mega sitja, liggja eða standa yfir verkinu.

Arnbjörg og Frímann hafa unnið töluvert saman síðustu árin. Mynd/Leifur Wilberg

Þetta er svolítið skemmtilegt mix – við Frímann erum búin að vera að vinna saman í svolítinn tíma í alls konar verkefnum. Hann er aðallega DJ, eðlisfræðingur og myndlistarmaður. Ég er búin að stúdera hljóð og víbrasjón og heilandi hljóðfall mjög mikið á síðustu árum. Þannig að við ætlum að búa til upplifun sem fer fram í stóru svörtu boxi á Hamraborgarsviðinu í Hofi,“ segir Arnbjörg Kristín en þau Frímann Kjerúlf ætla að sameina krafta sína í Hofi á morgun frá klukkan 19-22. Arnbjörg eins og segir með hljóðstúdíur sínar og Frímann með eðlisfræðina, það er að segja ljósræna eðlisfræði sem hann hefur verið að einbeita sér að og nefna þau upplifunina Ómur.

„Fólk labbar inn í rými þar sem verður ljósverk í gangi allan tímann sem hefur ákveðin hughrif, svo mun ég spila á hljóðfæri – það verður ekki sýnilegt, en þetta verður lifandi flutningur sem verður magnaður upp í rýminu. Fólk má sitja, standa eða liggja – það verða þarna jógadýnur. Þetta er upplifunarbox og raunverulega umbreytandi. Ég flutti inn fyrir verkið risastórt gong, sem er eitt sinnar tegundar hér á Íslandi, og það verður miðju-eplið í þessu og svo verða fimm gong sem ég slæ á til skiptis og þau eru með mismunandi víbrasjón-tíðnir.“

Það eru sem sagt hljómar gongsins auk ljóssins sem hafa áhrif á skynjun áhorfenda sem ýmist liggja eða standa í Svarta kassanum þarna á sviðinu í Hofi. Arnbjörg segir það vera djúpheilandi að labba inn í rýmið.

„Fólk gengur beint inn á sviðið – það er búið að loka af áhorfendasalinn. En sviðið er rosastórt og mjög hátt til lofts. Fólk má vera eins lengi eða eins stutt og það vill þarna á milli sjö og tíu. Þetta verður rosalega magnað – þarna verður hægt að vera í þrjá tíma að upplifa og umbreytast. Ég get ekki beðið!“

Miðasala fer fram í Hofi. Miðinn kostar 1.500 krónur, en 1.000 krónur fyrir námsmenn. Það er ókeypis inn fyrir átján ára og yngri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Minningargreinar

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Auglýsing

Nýjast

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing