Bragi Hlíðberg var fæddur við Bragagötu í Reykjavík 26.11.1923. Hann lést á Hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þann 14.05.2019. Bragi var sonur hjónanna Kristínar Stefánsdóttur Hlíðberg, húsmóður frá Selalæk í Rangárvallasýslu, f. 24.feb.1894, d. 27.sept.1966 og Jóns Jónssonar Hlíðbergs húsgagnasmíðameistara, f. að Holti í Njarðvík á Borgarfirði eystra 6. feb. 1894, d. 21. ágúst. 1984. Foreldrar Kristínar voru: Stefán Brynjólfsson, f. 28.sept.1852, d. 31.ágúst.1920. Bóndi í Háakoti í Fljótshlíð, Selalæk og síðast í Flögu í Flóa og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir, f. 30. sept.1856, d. 26. júlí.1946. Foreldrar Jóns voru: Jón Vilhjálmur Hallgeirsson, f. 2.júní 1860, d. 20. ágúst 1908, Jón bjó í Bakkafirði. Hann drukknaði í Bakkafirði ásamt syni sínum Hallgeiri árið 1908. Kona Jóns Vilhjálms, og móðir Jóns Hlíðbergs, var Sigþrúður Bjarnadóttir f. 1868, d. 24. apríl 1902. Hún var dóttir Bjarna Árnasonar f. 1834, frá Gagnstöð Hjaltastaðaþinghá.

Bragi var einn 5 systkyna, þau voru: Stefán Brynjólfur fulltrúi hjá Sjóvá, f. 28.nóv. 1920, d.1992. Maki Gerd Josefa Jónsdóttir, f. 28.apríl 1917 d. 20. júní 1982. Valur vélfræðingur f. 25.feb. 1929, d. 28.sept. 1964. Maki Jóna Sigríður Tómasdóttir, f. 23. okt. 1930. Haukur flugstjóri, f. 25. feb. 1929, d.19.sept. 1990. Maki Unnur Magnúsdóttir, f. 28. mars 1930. d. 25.okt..2012. Dóra Sigþrúður, f. 25.Júlí.1936. d. 17.jan.2004, maki Rafn Sigurðsson f. 27. Feb.1927.

Bragi ólst upp í föðurhúsum, lengst af að Leifsgötu 12 í Reykjavík. Hann lærði á harmoniku sem barn og náði fljótt einstökum tökum á hljóðfærinu og spilaði fyrst opinberlega 12 ára að aldri.14 ára hélt hann tónleika í Gamla Bíói fyrir fullu húsi, eftir það varð ekki aftur snúið og Bragi varð einn ástsælasti tólistarmaður þjóðarinnar um langt árabil bæði með eigin hljómsveit sem og öðrum.

Bragi hóf störf hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands sem unglingur og starfaði þar alla sína starfsævi samhliða tónlistinni, síðast sem deildatrstjóri endurtrygginga.

Bragi giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Ingrid Jónsdóttur Hlíðberg þ. 24.11.1956, og bjuggu fyrstu árin í Bogahlíð 12 í Reykjavík áður en þau fluttu í hús sem þau byggðu að Smáraflöt 36, þá Garðahreppi. Frá 2008 hafa þau hjón búið að Hofakri 5 í Garðabæ.

Ingrid og Bragi eiga 4 eftirlifandi börn, Ellert Þór Hlíðberg f. 28.ág. 1954,. maki Anna María Gestsdóttir f.20 feb. 1958 . Jón Baldur Hlíðberg f. 29. Mai 1957, maki Ásta Vilborg Njálsdóttir f. 01. Júl. 1965. Kristín Hlíðberg f. 24. Feb. 1959, maki Ástvaldur Anton Erlingsson f.23.des.1957. Hrafnhildur Hlíðberg f. 22.mai 1960, maki Magnús Jónas Kristjánsson f.24.mai 1955.

Barnabörn Ingridar og Braga eru 11 og 7 barnabarnabörn.