Tímamót

Blóðbað á Torgi hins himneska friðar

Þetta gerðist: 4. júní 1989

Íslandsvinurinn Jiang Zemin komst til valda eftir mótmælin. Fréttablaðið/EPA

Mótmælum námsmanna á Torgi hins himneska friðar í kínversku höfuðborginni Peking lauk þennan dag fyrir 29 árum með blóðbaði. Eftir að námsmenn og mótmælendur höfðu krafist tjáningar- og fjölmiðlafrelsis og þess að spilling í Kommúnistaflokknum yrði upprætt réðist herinn á mótmælendur á torginu með þeim afleiðingum að allt að tíu þúsund fórust.

Íslenskir fjölmiðlar gerðu harmleiknum góð skil. Dagblaðið Vísir kom út daginn eftir og fjallaði um málið undir fyrirsögninni „Torg dauðans“. Morgunblaðið fjallaði um málið degi síðar. „Vélbyssum og skriðdrekum beitt gegn almenningi í Peking: Þúsundir manna falla í grimmilegum átökum,“ sagði þar á meðan Tíminn sagði að „Blóðugir kutar [væru] á lofti í Kína“.

„Kínversk yfirvöld hafa verið mjög harkalega gagnrýnd af ríkjum víðs vegar um heim. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir mikilli sorg vegna þessara atburða og í sama streng tók páfinn og fleiri leiðtogar heimsins. George Bush var ekki að skafa utan af hlutunum heldur hefur hann stöðvað öll efnahagsleg samskipti við Kínverja og afturkallað öll viðskipti með hergögn sem hafa aukist mjög á undanförnum árum,“ sagði meðal annars í umfjöllun Tímans.

Árangur mótmælanna var lítill. Leiðtogar mótmælenda voru dæmdir í fangelsi, herlögum var komið á og fyrirhuguðum breytingum í frelsisátt var slegið á frest. Þá hertu stjórnvöld sömuleiðis tak sitt á fjölmiðlum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hver dagur þakkarverður

Tímamót

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Auglýsing