Tímamót

Bjuggu til smáforrit fyrir meðgöngu á starfsdegi

Sex starfsmenn Origo bjuggu til smáforrit fyrir meðgöngu sem hlaut flest verðlaun á svokölluðum Ofurhetjudögum Origo, nýsköpunarkeppni hugbúnaðarsviðs fyrirtækisins. Í verðlaun fengu þau 100 tíma til að hefja greiningu á verkefninu.

Unnur Karen Guðmundsdóttir, Davíð Isebarn Ágústsson, Guðný Þórfríður Magnúsdóttir og Ásta Rún Ásgeirsdóttir voru í sigurliðinu sem vann til verðlauna á Ofurhetjudögum Origo en þar bar meðgönguappið sigur úr býtum. Mynd/Arnaldur Halldórsson

Nýsköpun er lykilatriði í okkar starfsemi og því skiptir máli fyrir starfsfólk okkar að hafa vettvang til þess að koma eigin hugmyndum og nýjum lausnum á framfæri,“ segir Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Origo, en fyrirtækið hélt svokallaða Ofurhetjudaga innan fyrirtækisins. Með- gönguappið, sem bar sigur úr býtum, inniheldur bæði fræðsluefni um með- göngu auk þess sem gert er ráð fyrir að það geymi heilbrigðisupplýsingar úr meðgönguvernd móðurinnar.

Hákon segir að um Ofurhetjudagar séu frábær vettvangur til þess að halda nýsköpunarandanum á lofti og hugsa út fyrir kassann enda ekki alltaf tækifæri til þess í dagsins önn. Þannig hafa margar lausnir, sem hafa fæðst á  þessum dögum í gegnum tíðina, hlotið framhaldslíf og jafnvel orðið að fullbúinni vöru.

Ásta Rún Ásgeirsdóttir, sem var hluti af sex manna teymi sem hannaði með- gönguappið, segir að þar sem mæðraskráin sé ekki lengur á pappír og sé orðin rafræn í sjúkraskrárkerfinu Sögu fannst þeim vanta vettvang fyrir verðandi foreldra til að hafa yfirsýn yfir sína með- göngu og nálgast fræðsluefni sem henni tengist frá fagaðilum.

„Bæði fræðsluefnið og heilbrigðisgögn yrðu sótt af HeilsuVeru.is þar sem gögn móður verða geymd. Appið yrði því einfaldari aðgangur að gögnunum í stað þess að þurfa að skrá sig inn á HeilsuVeru.is, svipað og heimabankaöppin virka. Fræðsluefnið væri meðal annars næring á meðgöngu, fósturþroski í hverri viku ásamt breytingum hjá móður á sama tíma, fræðsluefni fyrir maka um líðan þeirra beggja á þessum tímamótum, fræðsluefni um andlega líðan og svo framvegis.“

Hugmyndin er sú að hægt sé að hafa samband við ljósmóður í gegnum appið, annaðhvort með skilaboðum eða myndsímtali. Verðandi móðirin gæti þar að auki bókað tíma hjá ljósmóður á fyrirfram ákveðnum tíma og séð yfirlit yfir tímabókanir sínar, hvort sem það er í mæðravernd eða sónar. Einnig er það hugmynd að hægt sé að bjóða aðstandanda með í appið, til dæmis maka eða einhverjum nákomnum sem konan velur.

„Mögulega er þetta app því einstakt á heimsvísu þar sem verðandi foreldrum býðst að nálgast fræðslu á meðgöngu og heilbrigðisgögn sín sem henni eru tengd.“

Teymið fékk 100 tíma í verðlaun til að hefja greiningu á verkefninu og segir Ásta að mikill áhugi sé fyrir þessu verkefni innanhúss og vilji til að halda því áfram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Setur upp menningarhús á flugvöllum landsins

Tímamót

Listaháskólinn formlega stofnaður fyrir 20 árum

Tímamót

Amma er ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum

Auglýsing

Nýjast

Að moka skítnum jafnóðum

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Auglýsing