Tímamót

Bjuggu til smáforrit fyrir meðgöngu á starfsdegi

Sex starfsmenn Origo bjuggu til smáforrit fyrir meðgöngu sem hlaut flest verðlaun á svokölluðum Ofurhetjudögum Origo, nýsköpunarkeppni hugbúnaðarsviðs fyrirtækisins. Í verðlaun fengu þau 100 tíma til að hefja greiningu á verkefninu.

Unnur Karen Guðmundsdóttir, Davíð Isebarn Ágústsson, Guðný Þórfríður Magnúsdóttir og Ásta Rún Ásgeirsdóttir voru í sigurliðinu sem vann til verðlauna á Ofurhetjudögum Origo en þar bar meðgönguappið sigur úr býtum. Mynd/Arnaldur Halldórsson

Nýsköpun er lykilatriði í okkar starfsemi og því skiptir máli fyrir starfsfólk okkar að hafa vettvang til þess að koma eigin hugmyndum og nýjum lausnum á framfæri,“ segir Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Origo, en fyrirtækið hélt svokallaða Ofurhetjudaga innan fyrirtækisins. Með- gönguappið, sem bar sigur úr býtum, inniheldur bæði fræðsluefni um með- göngu auk þess sem gert er ráð fyrir að það geymi heilbrigðisupplýsingar úr meðgönguvernd móðurinnar.

Hákon segir að um Ofurhetjudagar séu frábær vettvangur til þess að halda nýsköpunarandanum á lofti og hugsa út fyrir kassann enda ekki alltaf tækifæri til þess í dagsins önn. Þannig hafa margar lausnir, sem hafa fæðst á  þessum dögum í gegnum tíðina, hlotið framhaldslíf og jafnvel orðið að fullbúinni vöru.

Ásta Rún Ásgeirsdóttir, sem var hluti af sex manna teymi sem hannaði með- gönguappið, segir að þar sem mæðraskráin sé ekki lengur á pappír og sé orðin rafræn í sjúkraskrárkerfinu Sögu fannst þeim vanta vettvang fyrir verðandi foreldra til að hafa yfirsýn yfir sína með- göngu og nálgast fræðsluefni sem henni tengist frá fagaðilum.

„Bæði fræðsluefnið og heilbrigðisgögn yrðu sótt af HeilsuVeru.is þar sem gögn móður verða geymd. Appið yrði því einfaldari aðgangur að gögnunum í stað þess að þurfa að skrá sig inn á HeilsuVeru.is, svipað og heimabankaöppin virka. Fræðsluefnið væri meðal annars næring á meðgöngu, fósturþroski í hverri viku ásamt breytingum hjá móður á sama tíma, fræðsluefni fyrir maka um líðan þeirra beggja á þessum tímamótum, fræðsluefni um andlega líðan og svo framvegis.“

Hugmyndin er sú að hægt sé að hafa samband við ljósmóður í gegnum appið, annaðhvort með skilaboðum eða myndsímtali. Verðandi móðirin gæti þar að auki bókað tíma hjá ljósmóður á fyrirfram ákveðnum tíma og séð yfirlit yfir tímabókanir sínar, hvort sem það er í mæðravernd eða sónar. Einnig er það hugmynd að hægt sé að bjóða aðstandanda með í appið, til dæmis maka eða einhverjum nákomnum sem konan velur.

„Mögulega er þetta app því einstakt á heimsvísu þar sem verðandi foreldrum býðst að nálgast fræðslu á meðgöngu og heilbrigðisgögn sín sem henni eru tengd.“

Teymið fékk 100 tíma í verðlaun til að hefja greiningu á verkefninu og segir Ásta að mikill áhugi sé fyrir þessu verkefni innanhúss og vilji til að halda því áfram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Tímamót

Í anda Guðrúnar frá Lundi

Tímamót

Tónlist getur tjáð svo margt

Auglýsing

Nýjast

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Sækja í leikskólann sinn

Vildi vera betri fyrirmynd

Hvalfjarðargöngin opnuð

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík

Auglýsing