Merkisatburðir

Bítlarnir koma Hey Jude á toppinn

Þetta gerðist: 28. september 1968

Breska hljómsveitin The Beatles kom laginu Hey Jude í fyrsta sæti breska vinsældalistans á þessum degi árið 1968. Lagið var það lengsta sem hefur náð fyrsta sæti listans, sjö mínútur að lengd, og það met stendur enn. Smáskífan seldist í átta milljónum eintaka næstu árin á eftir. Paul McCartney samdi lagið um það leyti sem John Lennon var að skilja við konu sína Cynthiu. Upphaflega byrjaði lagið á orðunum Hey Jules en ekki Hey Jude og átti McCartney þar við son þeirra Johns og Cynthiu, Julian. Með laginu vildi hann hugga drenginn, sem tók skilnaðinum afar illa.

Hey Jude, don’t make it bad

Take a sad song and make it better

Remember to let her into your heart

Then you can start to make it better

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ég syng þetta fyrir pabba

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Auglýsing

Nýjast

Við verðum í jólaskapi

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Auglýsing