Merkisatburðir

Bítlarnir koma Hey Jude á toppinn

Þetta gerðist: 28. september 1968

Breska hljómsveitin The Beatles kom laginu Hey Jude í fyrsta sæti breska vinsældalistans á þessum degi árið 1968. Lagið var það lengsta sem hefur náð fyrsta sæti listans, sjö mínútur að lengd, og það met stendur enn. Smáskífan seldist í átta milljónum eintaka næstu árin á eftir. Paul McCartney samdi lagið um það leyti sem John Lennon var að skilja við konu sína Cynthiu. Upphaflega byrjaði lagið á orðunum Hey Jules en ekki Hey Jude og átti McCartney þar við son þeirra Johns og Cynthiu, Julian. Með laginu vildi hann hugga drenginn, sem tók skilnaðinum afar illa.

Hey Jude, don’t make it bad

Take a sad song and make it better

Remember to let her into your heart

Then you can start to make it better

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Afmælishátíð íslenska hestsins í Danmörku

Tímamót

Fólk hefur val um hvort það les textana eða ekki

Tímamót

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Auglýsing

Nýjast

Býður fjölskyldunni í Fjósið

Stærsta kókaínmál hérlendis kom upp

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Með kindur í bakgarðinum

Gústi guðsmaður á stall

Alltaf verið að leika mér

Auglýsing