Merkisatburðir

Birna drepin áður en deyfilyfið kom á staðinn

Þetta gerðist: 19. júní 2008

Birnan var rýr og veik. Fréttablaðið/Valli

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp um heimsóknir ísbjarna sem komu hingað lands og voru felldir á Skaga daginn áður.

Ákvörðun um að fella dýrin var umdeild. Sérfræðingar komu frá Danmörku með deyfilyf og búr, en þeir komust aldrei í skotfæri. Þannig var annar ísbjörninn sem kom á Skaga felldur á færi áður en björgunartilraunir gátu hafist.

Um veiklulega og rýra birnu var að ræða, einungis 147 kíló að þyngd. Björninn sem fannst fyrr um sumarið á sama stað var 220 kíló og karlkyns.

Þórunn fylgdist með aðgerðum á vettvangi. Hún harmaði endalok málsins mjög. Hún sagði við Fréttablaðið að gaman hefði verið að flytja björninn til heimkynna sinna, en það hefur aldrei verið gert hér á landi.

Ingólfur Jón Sveinsson, bóndi á Lágmúla, kallaði björgunartilraunirnar brjálæði. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, sagði að björninn hefði verið máttfarinn og særður við framfætur. Óvíst væri hvort dýrið hefði lifað deyfingu og flutning af.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing