Tímamót

Betri Börkur í bígerð

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt að ganga til samninga við danska skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft um smíði á uppsjávarskipi sem mun heita Börkur.

Hinn nýi Börkur verður smíðaður fyrir flotvörpu- og hringnótaveiðar. Lengd skipsins verður 88 metrar. Mynd/SVN

Með nýjum Berki fáum við skip með öfluga kæligetu og allur aðbúnaður um borð verður mjög góður. Nýja skipið verður sparneytnara og burðarmeira, núverandi Börkur er með 2.500 rúmmetra lestir á meðan sá nýi verður með rúmlega 3.400 rúmmetra lestir,“ segir Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar en stjórn Síldarvinnslunnar, hefur samþykkt að ganga til samninga við danska skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft AS um smíði á nýju uppsjávarskipi.

Mun skipið fá nafnið Börkur og verður það væntanlega afhent Síldarvinnslunni í lok árs 2020. Nýi Börkur mun leysa af hólmi núverandi Börk sem verið hefur í eigu Síldarvinnslunnar frá árinu 2014, en nýsmíðin verður fimmta skipið í eigu fyrirtækisins sem ber þetta nafn.

„Þetta er mjög spennandi verkefni og fellur vel að framtíðarsýn okkar hvað snertir veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Það er ljóst að miklar sveiflur í kvótum einkenna veiði úr okkar helstu fiskistofnum. Sem dæmi vitum við ekki núna hvort Síldarvinnslan er að fara að veiða 70 þúsund tonn eða 7 þúsund tonn á komandi loðnuvertíð,“ segir Gunnþór.

Karstensens er með höfuðstöðvar sínar í Skagen í Danmörku, en auk þess rekur fyrirtækið skipasmíðastöð í Gdynia í Póllandi. Gert er ráð fyrir að skrokkur skipsins verði smíðaður í Póllandi. Skipið verði síðan dregið til Danmerkur þar sem það verður fullklárað. Karstensens hefur verið leiðandi í smíði uppsjávarskipa undanfarin ár en fyrirtækið hefur verið að afhenda 6-7 skip ári að undanförnu.

Hinn nýi Börkur verður smíðaður fyrir flotvörpu- og hringnótaveiðar. Lengd skipsins verður 88 metrar, breiddin 16,6 metrar og dýptin 9,6 metrar. Vistarverur í skipinu verða fyrir 16.

„Við höfum kynnt okkur vel þau uppsjávarskip sem smíðuð hafa verið að undanförnu og hafa skipin frá Karstensens reynst vel, enda er mikil reynsla þar innanbúðar hvað varðar smíði á uppsjávarskipum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Auglýsing

Nýjast

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Fyrsti kafli tónverksins táknar eðlilegt hitastig

Hinsegin kórinn opinn fyrir alla með opinn huga

Frystihúsið Ísbjörninn hefur starfsemi

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Auglýsing