Bára Jacobsen

Fædd 22. júní 1922 - Látin 7. febrúar. Jarðsungin frá Seljakirkju 26. febrúar.

Bára Jacobsen fæddist 22. júní 1922 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 7. febrúar 2018.

Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir f. 18.11.1901, d 19.05.1988 og Júlíus Guðmundsson f. 23.07.1894, d. 11.7.1972. Systkini Báru : Ólína Sigríður f. 1924, d. 2006, Jón Hólmsteinn f. 1926, Guðmundur f. 1927 d. 2002, Jónína f. 1928 og Guðrún Ragnheiður f. 1931. Þann 20. apríl 1946 giftist Bára Úlfari Jacobsen f. 29.3.1919 d. 15.12.1988. Foreldrar hans voru Soffía Jacobsen og Egill Jacobsen.

Börn Báru og Úlfars eru: 1) Soffía, f. 21.7.1948 gift Ásvaldi J. Maríssyni. Börn Soffíu og Jóhanns Birgissonar eru a) Bára f. 1965 gift Arnóri Björnssyni. Börn þeirra eru Atli Már, Katla Rún og Kolbeinn Ari. og b) Birgir f. 1971 kvæntur Sif Hansdóttur. Börn þeirra eru: Birta Rut, Arna Brá og Aron Bjarki. Börn Ásvaldar úr fyrra hjónabandi eru Elín og Kristján. 2) Egill Júlíus f. 04.08.1950 kvæntur Jóhönnu Guðjónsdóttur. Þeirra börn eru: a) Úlfar f. 1974 kvæntur Dagrúnu Snorradóttur. Börn þeirra eru Elín Dagmar og Egill Júlíus. b) Lillian f. 1977 gift Páli Hjámarssyni. Börn þeirra eri Júlía Diljá, Emilía Katrín, Hrefna María og Sindri Frans. c) Kristín Björk f. 1982 í sambúð með Einari Tryggvasyni. Sonur þeirra er Tryggvi. 3) Auður f. 12.05.1956 gift Hirti Aðalsteinssyni. Barn Auðar og Ómars Aðalsteinssonar er a) Garðar f. 1978. Dætur Auðar og Hjartar eru b) Bára f. 1994 d. 1994, c) Hjördís Bára f. 1996 og d) Agla Þórunn f. 1998. Börn Hjartar eru Aðalsteinn, Hlynur, Gunnar, Anna og Ágúst. 4) Hilmar f. 18.02.1962 kvæntur Elísabetu Gestsdóttur. Dætur þeirra eru a) Eva f. 1992, b) Íris 1994 og c) Karen 1999.

Bára var fædd og uppalin á Þingeyri. Flutti til Reykjavíkur 15 ára og hóf nám í Verzlunarskóla Íslands. Hún var metnaðarfullur námsmaður og dúxaði við skólann. Hún stundaði einnig nám við Hússtjórnarskólann. Á sumrin var hún í vist hjá frú Jacobsen. 

Þar kynntist hún Úlfari og stofnuðu þau heimili á Sóleyjargötu 13, þar sem stórfjölskyldan bjó. Bára var húsmóðir fyrstu árin. Síðan stofnuðu þau hjónin ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen og varð það þeirra ævistarf. Útför Báru fer fram frá Seljakirkju í dag 26. febrúar 2018 kl. 13.

Það er með miklu þakklæti sem ég kveð kæra tengdamóður mína sem reyndist mér einstaklega vel enda varð okkur ekki sundurorða á þeim tæpu 30 árum sem við vorum samferða.

Ef fleiri væru eins vandaðir til orðs og æðis og Bára væru vandamál heimsins mun færri.

Tengdamamma var glæsileg kona; há, grönn og bein í baki og hefði örugglega getað verið tískusýningarstúlka á sínum yngri árum.

Þegar við Auður kynntumst lagði Auður eitt barn í búið en ég fimm. Ég hafði á tilfinningunni að Báru litist nú ekki á en seinna fann ég að ég fékk samþykki hennar, en hún var svo vel gerð að hún vildi gefa þessu tíma á meðan aðrir hefðu kannski stokkið upp á nef sér, svona var hún þessi elska, yfirveguð og vönduð.

Hún var drottning fjölskyldunnar og stjórnaði með mildi og sanngirni, t.d. vorum við Auður ekki að flækja málin og vorum bara með hennar uppáhaldsmat þegar hún kom til okkar: lambahrygg, brúnaðar kartöflur og grænar baunir og ótrúlegt hvað hún hafði góða matarlyst þessi netta kona.

Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna
vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Þakka fyrir vináttuna kæra tengdamamma.
Hjörtur

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Fleiri minningargreinar

Steingerður Jónsdóttir

Gunnar Guðlaugsson

Páll Sigurður Jónsson

Kristín Agnes Samsonardóttir (Ninna)

Þórhildur Sigurjónsdóttir

​Kristín Hólmfríður Tryggvadóttir

Auglýsing