Tímamót

Bæta enn lífsgæði og ánægju íbúa á Djúpavogi

Nýlega komu fulltrúar frá Ítalíu og Belgíu til Djúpavogs til að semja menntastefnu fyrir alþjóðlegu samtökin Cittaslow sem Djúpavogshreppur hefur verið aðili að frá 2013.

Halldóra Dröfn vill heiðra sérstöðu og sjálfbærni hvers staðar. Fréttablaðið/GVA

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er skólastjóri Grunnskóla Djúpavogs. Hún leiðir starf í sínum skóla sem miðar að því að auka lífsgæði og ánægju, í anda hinna alþjóðlegu samtaka Cittaslow en Djúpavogshreppur er eina sveitarfélagið á Íslandi sem er aðili að þeim.

„Cittaslow-samtökin vinna að því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu stórborga viðnám og heiðra í þess stað sérstöðu, vitund og sjálfbærni. Fljótlega eftir að Djúpivogur gekk í þau árið 2013 ákváðum við að reyna að smita áherslum stefnu þeirra inn í skólana hér. „Þegar að var gáð vorum við gera margt sem passaði við hana. Við erum með grenndarnám og markvisst er unnið með menningu staðarins, örnefni, atvinnu og sögu.

Við kennarar og nemendur höfum verið í samstarfi við skóla úti á Ítalíu og skipst á ánægjulegum heimsóknum við þá. Nýlega kom svo framkvæmdastjóri samtakanna Cittaslow hingað til að semja menntastefnu fyrir þessi alþjóðlegu samtök sem hann vill náttúrlga útbreiða um allan heiminn og það er best að gera í gegnum börnin. Hingað kom hann sem sagt til að móta þá stefnu. Það var auðvitað mikill heiður.

Við höfum komist að því að margt í aðalnámskránni passar inn í þessa hugmyndafræði og erum farin að máta dagskipulagið eftir þessari hugmyndafræði. Færa til atriði í stundaskránni ef við sjáum að það geti bætt lífsgæði, til dæmis að draga úr álagi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing