Merkisatburðir

Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út

Þetta gerðist 22. mars, 1948

Halldór Laxness.

Á þessum degi fyrir 70 árum kom út skáldsagan Atómstöðin eftir Halldór Laxness. Hún seldist upp hjá forlaginu samdægurs. Bókin, sem er ein af 14 skáldsögum sem Halldór gaf út, segir frá bóndadótturinni Uglu að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel. Hún ræður sig í vist hjá þingmanninum og heildsalanum Búa Árland og lærir hjá Organistanum.

Atómstöðin var mjög umdeild við útgáfu enda snerti hún á mörgum hitamálum samfélagsins. Halldór sjálfur lýsti Atómstöðinni sem innleggi „inn í pólitískt hitamál“.

Þann 7. ágúst árið 1949 var skrifað um bókina í Alþýðublaðið. Þar sagði meðal annars: „Atómstöðin er misheppnaðasta skáldsaga Halldórs Kiljans Laxness. Eina persóna bókarinnar, sem höfundurinn leggur sig fram við að lýsa og metur einhvers er burgeisinn og „landsölumaðurinn“ Búi Árland. Kristinn E. Andrésson og „bókmenntafræðingarnir“ Bjarni Benediktsson frá Hofteigi og Magnús Kjartansson myndu áreiðanlega fordæma jafn borgaralega skáldsögu og Atómstöðina, ef höfundurinn væri ekki kjósandi kommúnistaflokksins og einlægur aðdáandi rússnesku kúgunarinnar.“

Árið 1984 var gefin út kvikmynd eftir Atómstöðinni. Leikstjóri var Þorsteinn Jónsson og með aðalhlutverk fóru þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Kvikmyndin Atómstöðin var sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum erlendis, meðal annars Cannes Internation Film Festival.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

St. Paul strandar við Meðalland

Merkisatburðir

Eldur kviknaði í Innréttingum Skúla fógeta

Merkisatburðir

Strippdans bannaður á Íslandi

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Opnar heim orgelsins

Tímamót

VERTOnet stofnað

Tímamót

Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust

Tímamót

Allir lásu Bláa hnöttinn

Tímamót

Eldgos hófst í Eyjafjallajökli

Tímamót

Vildi nýta sér töfrana í leikhúsinu fyrir sýningar

Auglýsing